Júdas hjá Vodafone
11.9.2007 | 18:03
Ekki að sökum að spyrja.
En þeir, sem skoðað hafa auglýsingu símans með þeim Jesú og Júdasi í aðalhlutverkum ramma fyrir ramma, staðhæfa að líka megi sjá að það er ekki aðeins Júdas sem er með síma frá Vodafone heldur Jesú líka. Þeir sem skoðað hafa þetta af kostgæfni og með vönduðum tækjum, fullyrða að þannig sé þetta.
Ljóst er að tökurnar þar sem símarnir sjást hafa farið fram á Íslandi þrátt fyrir að megnið af auglýsingunni hafi verið tekið upp í Portúgal með portúgölskum leikurum. Hér heima virðist hafa verið notast við Vodafone síma þótt verið væri að taka upp auglýsingu fyrir helsta keppinautinn, Símann.
Fregnir herma að Síminn hafi tekið auglýsinguna úr spilun, og gleðjast nú þeir sem hafa talið hana guðlast og til skammar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.