Fávitar

UmferðAfsakið orðbragðið en þetta er bara það fyrsta sem mér datt í hug eftir hremmingar morgunsins.

Við fórum í IKEA verzlunina risavöxnu í morgun, og lögðum bílnum í bílastæði nærri byggingunni. Þetta stæði var sérvalið vegna þess að öðru megin var kantur og engin hætta á bíl þeim megin, og þar af leiðandi hægt að leggja býsna fjarri bílnum hinu megin, sem ég og gerði. Þeim megin stóð gamall vínrauður Mercedes Benz E, og vegna þess hversu langt hann var frá okkar bíl tók ég ekki niður númerið á honum. Fjarlægðin dugði þó ekki til þess að vernda Avensisinn því þegar við komum út eftir rúmlega klukkustundar rölt um óravíddir IKEA var komin stór hurðaopnunar-rispa í vinstri afturhurðina á bílnum! Stór rispa en sem betur fer ekki beygla. Það er alveg gersamlega óþolandi að fólk skuli ekki geta gengið inn í druslurnar sínar án þess að skemma næsta bíl, og þessum fávita sem gerði þetta til upplýsingar kostar um það bil 30-40 þúsund krónur íslenskar að laga það sem tók hann sekúndubrot að skemma!! Það veit ég því ég er nýbúinn að punga þeirri upphæð út fyrir viðgerð á sömu hliðinni. Dýr Ikea ferð það. Best bara að kaupa sér gamla druslu og hætta að spá í þetta.

Nú, en töfrum reykvískrar umferðar var hvergi nærri lokið, því næst lá leiðin í BYKO í Breiddinni. Þar er fremur þröngt bílastæði miðað við umfang verslunarinnar. Ég stoppaði í götunni sem liggur fyrir ofan verslunina og gaf stefnuljós inn á planið því þar voru tveir bílar að fara úr stæðum, og örlitlar tafir af þeim sökum. Við slíkar aðstæður þýðir ekkert annað en að bíða því ekki þýðir að troðast inn á milli, skilar engu. En hvað gerðist? Jú ökumaður bílsins fyrir aftan mig, sem var á grænum, gömlum Toyota RAV4 ruddist framhjá mér, þó hann hlyti að sjá að ég var með blikkandi stefnuljós til vinstri. Það þarf ekki að spyrja hvernig hefði farið ef ég hefði beygt um leið og þessi fáráðlingur ákvað að bruna framhjá og hver hefði þá verið í rétti? Ha? Ha? Ef þú ert að lesa þetta, ökuníðingurinn á Ravinum, þá skaltu vita að þetta er ekki eðlileg hegðun í umferðinni! Og ekki gott uppeldislega fyrir dóttur þína sem sat í aftursætinu. Langt í frá. 

Þessi tvö dæmi eru bara örlítið brot af því sem er að gerast í umferðinni í borginni á hverri mínútu, hverjum klukkutíma, allan sólarhringinn.  Dæmin eru mýmörg og það hafa örugglega allir einhvern tíma lent í einhverju fáránlegu, pirrandi eða stórhættulegu í umferðinni. Það er stundum bara heppni að komast í gegnum daginn.

Tökum okkur á! Plís.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ég vinn flesta daga í umferðinni og hef oft hugsað með mér að betra væri að fá sér 3 róandi og 1/2 viskíflösku áður en ég fer í vinnuna. Það er þó þeim takmörkunum háð að ég hef aldrei drukkið áfengi og svo myndi lögreglan gera athugasemd.

Ragnheiður , 8.9.2007 kl. 14:31

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Það er frekar líklegt að löggan hefði eitthvað smá að athuga við svona blöndu, en stundum veltir maður nú fyrir sér hvort hinir allsgáðu séu eitthvað skárri.

Markús frá Djúpalæk, 8.9.2007 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband