Mögnuð mynd!

GuðnyHalldórsdottirÉg er sammála kvikmyndagagnrýnanda Morgunblaðsins í flestu. Þarna er á ferðinni mjög áhugaverð mynd, með merkilegan og reyndar magnaðan söguþráð sem mun að einhverju leyti byggður á  reynslu Guðnýjar sjálfrar. Þarna er vakin athygli á málum sem enn grassera í þjóðfélaginu, sifjaspellum, illri meðferð á börnum, upplognum sakargiftum og fleiru og fleiru og fleiru. Sláandi saga. Framvindan er góð, persónur vel skapaðar og trúverðugar flestar, andrúmsloft og umhverfi magnað og tekst vel að skapa tíðaranda hippatímans. Að minnsta kosti að því litla sem ég man þann tíma. Ég fékk smá flassbakk í það minnsta. Það hefði líka verið töff að tölvugera Hallgrímskirkju hálfbyggða í því eina atriði sem hún sást, en kannski of dýrt. Og þá komum við að því eina sem truflaði mig. Ef ég er ekki farinn að þjást af sjóntruflunum og heyrnarskerðingu var eitthvað flökt í lýsingu og stundum heyrði ég ekki hvað leikarar sögðu, reyndar mjög sjaldan, en því miður einu sinni á ögurstundu. Annað fannst mér nú ekki að.  Tónlistin var yfirleitt mjög góð, reyndar á köflum örlítið yfirgnæfandi en mjög flott.

Og þá kemur að því jákvæðasta: Leikararnir voru frábærir. Hvert einasta hlutverk stórvel skipað og allir mjög sannfærandi í sínu. Alveg sama hvort um þrautþjálfaða eða nýgræðinga var að ræða, flott frammistaða hjá öllum.

Mér finnst að þeir sem að þessarri mynd standa eigi klappið fyllilega skilið.

Ég get ekki annað en mælt með að allir sem á annað borð fara einhvern tímann í bíó geri það, og jafnvel þeir sem sjaldan fara, því þetta er ein af þeim myndum sem snertir við manni, skilur eitthvað eftir þegar út úr myrkvuðum salnum er komið og heldur áfram að valda manni vangaveltum lengi á eftir.


mbl.is Klappað þar til ljósin voru kveikt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband