Hvernig er mælt?

happynationOg hvað er mælt? Fjöldi flatskjáa, nýrra bíla, leðursófasetta og græja af öllum gerðum? Er spurt um ytri, veraldleg gæði eingöngu? Eða er mælt hve miklum tíma við getum varið með börnum okkar og öðrum ástvinum? Hve oft við getum farið í göngutúr í góðu veðri og hve oft er hægt að sitja í sólinni og drekka morgunkaffið? Er mælt hve vel er búið að öldruðum og öryrkjum, veikum börnum og fullorðnum? Er mælt hve oft við getum farið í söfn og kirkjur og bíó og leikhús og á tónleika og hve mikið eða lítið það kostar okkur að fara á slíka staði? Er mælt hve löngum tíma við verjum í vinnunni á hverjum degi og hve mikla eða litla gleði vinnan veitir okkur?

Eða er kannski bara spurt, telurðu lífsgæði þín vera mikil, já eða nei? Og látið þar við sitja.


mbl.is Ísland í öðru sæti á efnahags- og lífsgæðalista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 5.9.2007 kl. 12:53

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þetta er annsi þunnur þrettándi í blaðinu, strípaðar tölur til að ganga út frá.

En samkvæmt því sem þú spyrð um í þínum pistli, þá er ég í toppflokki hvað varðar lífsgæði, þó ég sé öryrki á lúsarlaunum, því ég hef tíma til að gera allt það sem þú telur upp og fæ afslátt á flestum þeim stöðum þar sem þarf að borga sig inn. Ég á ekki flatskjá, bíllinn minn er 12 ára gamall og leðursófann minn keypti ég í Góða Hirðinum og það er í góðu lagi, þó ég kvíði því þegar bíllinn minn hrynur, sem gerist auðvitað á endanum. Vonandi endist hann Olli minn þó í nokkur ár enn, með góðu atlæti og eftirliti. Svo er ég að fara til Krítar eftir 10 daga og hlakka gífurlega til, kannski kem ég ekkert heim aftur...hehe......jú, ætli það nú ekki....

Greta Björg Úlfsdóttir, 5.9.2007 kl. 13:22

3 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Greta, þú lifir eins og blómi í eggi. Kannski eru lífsgæðin spurning um nægjusemi.

Markús frá Djúpalæk, 5.9.2007 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband