Stórkostlega fyndið

Þetta fékk ég sent og fylgdi sögunni að þetta væri tekið af hinum víðsýna vef Barnalands. Hvort sem það er satt eða logið má hafa af þessu nokkurt gaman. Sé þetta satt vona ég að höfundur bréfsins geti fyrirgefið mér að setja það hér. Sé þetta uppspuni, ja þá er það bara þannig.

Þetta byrjar þannig að kona af barnalandi biður um hjálp við að skrifa orðið "virðingarfyllst" á ensku, en hún er semsagt að skrifa bréf.
Konan sem er hjálparþurfi skrifar:
"Hvernig segir maður "kær kveðja" ...... á ensku sorrý er ekki klár í henni og er að senda út til uk vegna gallaða dótsins "  Hún fær svör,þakkar fyrir sig og skrifar: 
'" Ókei takk æðislega ég er geggjað slöpp í ensku sérstaklega að skrifa hana getiði sagt mér án þess að drulla yfir mig hvort að það sé hægt að skilja eitthvað af þessu bréfi hehe
 
Svo lætur hún bréfið fylgja með:

Hello
i am from Iceland and I don not speak very good English but I am gun a tray
I by a toy in Iceland from fisher price ,,little people,, and dora explorer and this toy are maid in China 2002-2007.
One Dora explorer vas bay in Spain and made 2002 (the small one) and the big one I think in Iceland but I am not sure made 2003.
Are something wrong this toy or?????
What can I do??
Can I talk to some body in Iceland so I can anther stand this better????

I hope you can anther stand what I am writing
And thank you

Respectfully .
XXXXX

Einum notenda á barnalandi.is finnst þetta greinilega jafn fyndið og okkur öllum og ákveður að þýða bréfið hennar beint yfir á íslensku !

'Halló,
Ég er frá Íslandi og ég er mafíuforingi sem talar ekki mjög góða ensku, en ég er byssa á bakka.
Ég er hjá leikfangi á Íslandi frá Fisher Price, litla fólk og Dóra landkönnuður og þetta leikfang er þjónustustúlka í Kína á árunum 2002-2007.
Ein Dóra landkönnuður var strönd á Spáni og náði 2002 (sú litla) og um þá stóru hugsa ég á Íslandi en er ekki viss um að hafi náð 2003.
Eru eitthvað að þessu leikfangi eða?????
Get ég talað við eitthvað lík á Íslandi svo ég geti anther staðið þetta betur?????

Ég vona að þú getir anther staðið það sem ég skrifa

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ég kommentaði á þetta á færslu í morgun sem innihélt þetta bréf. Ég dáist að sjálfsbjargarviðleitni þessa bréfritara. Ég furða mig líka á að á Íslandi í dag sé enn til fullorðið fólk sem er svo agalega illa talandi/skrifandi ensku.

Jóna Á. Gísladóttir, 1.9.2007 kl. 14:24

2 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Sorrýsorrý ég hló upphátt...drepfyndið.

Brynja Hjaltadóttir, 1.9.2007 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband