Nákvæmlega - kjarni málsins
27.8.2007 | 19:26
Hefði ekki bara átt að hneppa manninn strax í varðhald eftir fyrra brotið? Það vantar bara úrræði til að taka á svona málum og á meðan þau eru ekki til staðar,verða svona atburðir, og jafnvel alvarlegri þegar slys eiga sér stað!
Þangað til hægt verður að taka á svona málum af fullri alvöru halda fyllibytturnar áfram að gefa lögreglunni langt nef og hlæja framan í hugsanleg fórnarlömb sín!
Við verðum bara að fara að koma slíku í kring þannig að þeir sem að koma geti stöðvað svona háskaframkomu í umferðinni!
Tekinn tvívegis sama daginn fyrir ölvunarakstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og enginn þvagleggur í þetta skiptið
Jóna Á. Gísladóttir, 27.8.2007 kl. 19:34
Nei ekki að þessu sinni.
Markús frá Djúpalæk, 27.8.2007 kl. 19:39
Því miður gerist það af og til að sami maðurinn er tekinn oftar en einu sinni, sama dag, fyrir ölvunarakstur. Ég er samt sem áður langt frá því að vera sammála því að setja eigi manninn í fangaklefa eftir fyrra skiptið ef ekkert bendir til þess að hann muni fremja annað brot.
Við höfum búið svo um hnútana varðandi mannréttindi að frelsið sé eitthvað sem menn verða ekki sviptir án þess að dómari dæmi þá til frelsissviptingar eða heimili lögreglu að svipta þá frelsi vegna rannsóknar mála. Á þessu eru auðvitað undantekningar en svona er aðalreglan. Það er full harkalegt að svipta mann frelsi, þó ekki sé nema í nokkrar klukkustundir bara vegna þess að hann er grunaður um ölvun við akstur (ég legg áherslu á orðin "bara grunaður" en ekki "bara ölvun við akstur")
Ég tel að til þess að loka megi menn inni við þessar kringumstæður verði að koma til rökstuddur grunur um að viðkomandi muni endurtaka brotið þegar í stað. Annars værum við komin út í sömu villu og Selfosslögreglan sem virðist telja að grunur um brot réttlæti hverjar þær aðfarir sem hugsast getur.
Hreiðar Eiríksson, 27.8.2007 kl. 20:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.