Lyfið ekki bannað

dansgolf"Talið er að svefnlyfið Rohypnol, sem einnig er kallað Flunitrazepam, hafi ítrekað verið misnotað í þeim tilgangi að nauðga konum. " segir í frétt á visi.is í dag. Í sömu frétt segir að Lyfjanefnd hafi fjallað um þetta lyf og mæli ekki með að taka lyfið af markaði og sjái enga ástæðu til þess! Lyfið sé eftirritunarskylt og sérstakt eftirlit haft með notkun þess. Einnig er sagt að um tíma hafi verið sett litarefni í lyfið til að koma í veg fyrir að það væri misnotað. Er þetta ekki sama lyfjanefnd og hefur bannað mörg náttúrulyf af einhverju dularfullum ástæðum sem enginn skilur? Lyf sem eru leyfð annars staðar og jafnvel mælt með umfram verksmiðjuframleidd lyf. Á sama tíma er víða verið að banna Rohypnol eða að draga úr notkun þess. Alltaf þurfa íslensk stjórnvöld að vera öðruvísi!

Nú er spurning hvaða rök eru hér að baki, þau koma ekki fram í fréttinni, nema það séu rök að ekki sé sannað að Rohypnol hafi verið notað í vafasömum tilgangi. Ég hefði haldið að það væru til það mörg lyf önnur sem hægt væri að nota sem svefnlyf í stað þessa að sá grunur sem leikur á misnotkun lyfsins dygði til að gripið væri til einhverra úrræða.

Svo er alltaf sú hætta að þeir sem ætluðu sér að komast yfir Rohypnol til að nota það sem nauðgunarlyf gætu nálgast það með öðrum leiðum þó það væri bannað á Íslandi, og þar af leiðandi betra að það væri til sölu í lyfjaverslunum undir ströngu eftirliti.

En ég spyr hvers konar aumingjar og varmenni eru það sem þurfa að koma annarri manneskju út úr heiminum til að eiga séns í hana!?? En meðan þetta lyf er til og önnur svipuð (þó ég þekki það ekki) verður bara að vara fólk virkilega vel við. Gæta þess að enginn komist í drykkinn ykkar á skemmtistöðum, nota flöskur frekar en glös og aldrei þyggja sopa hjá einhverjum sem þið þekkið ekki.

Eins og sagði í gömlum lögguþáttum: Be careful out there.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband