Myndband dagsins
23.8.2007 | 09:12
Árið 1983 birtist skyndilega á sjónarsviðinu mjög sérstök skosk hljómsveit sem hét Big Country. Þeir blönduðu á meistaralegan hátt saman þjóðlegum hljóðfærum og hljóðfærum rokkhljómsveitarinnar. Myndbandið sem hér birtist er við eitt af þeirra flottari lögum sem heitir In a big country. Heyrið hvernig þeim tekst að láta gítarinn hljóma eins og sekkjapípa. Ég hafði hugsað mér að segja ykkur sögu Stuart Adamsson, aðalsprautu sveitarinnar, en hún er sennilega of þunglyndisleg. Njótið bara lagsins.
http://www.youtube.com/watch?v=wTqwaTXdPPQ
Athugasemdir
Big country er einher besta þjóðlagarokksveit ever, hef verið aðdándi þeirra síðan 1982 þegar fyrsta smáskífan kom út
Friðrik (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 17:34
Sammála. Þeir náðu aldrei þeim háu hæðum í vinsældum sem þeir þó áttu skilið.
Markús frá Djúpalæk, 23.8.2007 kl. 18:33
Ég á allar plöturnar þeirra þ.á.m eina með lögum úr kvikmynd ,man ekki hvað hún hét , er að mestu instrúmental nema þar er alveg dýrðleg útsetning á laginu Tracks of my tears
Friðrik (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 22:08
Það er kominn tími á að hefja Big Country til vegs og virðingar.
Markús frá Djúpalæk, 23.8.2007 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.