Líður okkur betur?

Núna, en fyrir 25 árum þegar það var miklu erfiðara að fá lán? Þegar fólk mætti í sínu fínasta pússi til bankastjórans og bað um milljón þegar það vantaði fimmhundruðþúsund og beið svo dögum saman eftir svarinu?

Núna getur maður fengið lán hvar sem er, þeim er otað í andlitið á okkur hvar sem við komum, og söngurinn byrjar strax við fermingu, heldur áfram gegnum menntaskólann og út úr honum skríður fólk sem skuldar meira en foreldrar okkar skulduðu kannski alla ævina. Það þarf að eignast allt og það þarf allt að vera svo flottast og fínast. Og besta leiðin. Fá lánað fyrir því.

Ef okkur gengur svo eitthvað brösulega að borga af þessu, þá hverfur fallega sölumannsbrosið af andliti bankans, fagurlega orðuðu frösunum um velgengni viðskiptavinarins er stungið undir stól og allt sent beinustu leið í innheimtu.

Þá verður lítið gaman að öllu fallega glingrinu og dótinu. Stundum er minna bara meira.

 


mbl.is Yfirdráttarlán í sögulegu hámarki og gengisbundin lán heimila vaxa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Tómasson

Óttalegt þunglyndi er þessi færsla.

Karl Tómasson, 22.8.2007 kl. 22:17

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Það er einn megingalli við lán -- það þarf að borga þau! -- Og Markús, ég kunni betur við hitt andlitið. Hvort þeirra er að láni?

Sigurður Hreiðar, 23.8.2007 kl. 00:04

3 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Karl, því miður er raunveruleikinn oft þunglyndislegur. Samt var þetta ekki skrifað í neinu þunglyndi heldur bara í ljósi staðreyndar. Dúa og Sigurður, Móses var fenginn að láni.

Markús frá Djúpalæk, 23.8.2007 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband