Mögnuð

eivoreivor_4Söngkonan Eivör Pálsdóttir var gestur í síðdegisútvarpinu í dag. Þessi unga kona hefur allt sem prýða má góða manneskju, hefur góða nærveru og er auðvitað alveg frábær söngkona.

Hún er búin að vera í bransanum í 7 ár og sagði okkur frá hvernig hún hefði í raun alltaf ætlað sér að verða söngkona og lagasmiður. Hún hætti í skóla strax að loknum 10. bekk til að láta drauminn rætast. Hún talaði um stuðning foreldra sinna og hversu mikilvægt það væri að hafa hann og finna fólk trú á sér.

Við heyrðum nokkur lög af plötunum hennar, þ.á.m. fallegt lag sem hún syngur um systur sínar yngri.

Hún talaði um hve gott það væri að vera á Íslandi og henni finnist hún alltaf vera komin heim þegar hingað kemur, um hversu tónlistin hefur verið að blómstra í Færeyjum og hvernig líf tónlistarmannsins er.

Ég minni á endurtekningar á Útvarpi Sögu í kvöld og um næstu helgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband