Fordómar

Ung kona með gleraugu skrifar bakþanka Fréttablaðsins í gær. Þar er henni illt í maganum yfir fordómum manna eins og Gunnars í Krossinum gagnvart samkynhneigðum. Samt tekst henni í örstuttri grein að koma upp um að hún er ekki eins fordómalaus og hún vill vera að láta.

Í greininni segir orðrétt:"Bókstafstrúarfólk er hverfandi minnihlutahópur í íslensku samfélagi, staðalímyndir um samkynhneigða hafa sjaldnast að gera með kristna trú og fordómarnir byggjast á fáfræði og krónískum geldingarótta karlmanna á stórum jeppum." (Leturbreyting mín).

Mér er bara spurn. Er barasta í himnalagi að vera með fordóma gagnvart sumum? Allavega tekst greinarhöfundi þarna að vera með sleggjudóma um að minnsta kosti tvo hópa fólks, bókstafstrúarmenn og karlmenn, einkum þá sem eiga stóra jeppa. Og satt að segja sé ég ekki hvað geldingarótti karlmanna á stórum jeppum hefur með fordóma gagnvart samkynhneigð að gera. Um leið og sjálfskipaðir talsmenn fórdómaleysis fara að láta svona út úr sér finnst mér nú ekki mikið mark á þeim takandi. Eða kannski sýnir þetta bara hversu erfitt það er að vera algerlega laus við fordóma, sama hversu vel þenkjandi og -viljuð við erum.

Eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er nokkuð til í þessu hjá þér Markús. Hinir fordómalausu eru oft undarlega fordómafullir.

Jóhannes Ragnarsson, 18.8.2007 kl. 09:11

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Ég held bara að það sé mjög erfitt að vera algerlega fordómalaus, galdurinn er að vita af því og skilja það. Held ég.

Markús frá Djúpalæk, 18.8.2007 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband