Rithöfundurinn
17.8.2007 | 17:37
Yrsa Sigurðardóttir var gestur í síðdegisútvarpinu í dag. Hún er að leggja síðustu hönd á þriðju bók sína um lögfræðinginn Þóru sem hefur lent í ævintýrum í bókunum Þriðja tákninu og Sér grefur gröf, sem hafa farið sem eldur í sinu um heimsbyggðina.
Við kynntumst aðeins starfi Yrsu sem eftirlitsverkræðingur við Kárahnjúkavirkjun, töluðum um bækur og aðeins um tónlist. Um hvernig það sé að vera rithöfundur og hvernig tilfinning það sé að vita að hugarfóstur manns sé að öðlast nýtt líf á hvíta tjaldinu.
Bækur Yrsu hafa komið út í 30 löndum og aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.