Hugsið ykkur

Við búum í einu ríkasta þjóðfélagi veraldar, samt er fjöldi barna sem líður líkamlegar og andlegar kvalir því það er ekki til nóg af peningum til að hjúkra þeim, til að annast þau, til að lina þjáningar þeirra. Nýlegt dæmi af litlu fötluðu stelpunni sem hafði ekki fengið viðeigandi tannlæknaaðstoð svo mánuðum skipti snerti við flestum sem heyrðu. Smáskammtalækningar hafa engu bjargað, það þarf bara að grípa til róttækra aðgerða og ef ekki er nóg til af peningum er ekkert að gera annað en það sem allar fjölskyldur gera við slíkar aðstæður; skera niður í óþarfa bruðlinu.

Það er samt ekki víst að stjórnmálamenn kunni að skera niður eyðslu þessarra ósýnilegu peninga sem eru auðvitað bara til að eyða í nýja bíla, flottari sendiráð og veisluhöld.


mbl.is Eru 150 milljónir nóg?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband