Ódýrasta auglýsingin
16.8.2007 | 13:05
Flest fyrirtæki sem hafa náð ákveðinni stærð merkja bíla sem notaðir eru til að sendast með og útrétta. Hinir og þessir starfsmenn fyrirtækjanna grípa oft til þessarra bíla sem vel merktir geta verið fínasta auglýsing á götum borga og bæja.
Stundum snýst þessi auglýsing upp í andhverfu sína þegar þeir sem aka hegða sér eins og bavíanar í umferðinni. Halda bara að þeir geti gert hvað sem þeim dettur í hug því þeir eru á fyrirtækisbílnum. Það er bara ekki þannig. Um leið og fólk sér bíl merktan í bak og fyrir svína, gefa ekki stefnuljós, fara yfir á rauðu og allt hitt sem menn gera af sér í umferðinni myndast ósjálfrátt neikvæðni í garð fyrirtækisins sem á viðkomandi bíl.
Sem betur fer eru flestir til fyrirmyndar og ég ók einmitt á eftir einum slíkum áðan. Ökumaður stórrar sendibifreiðar frá Íslofti ók upp Ártúnsbrekkuna á löglegum hraða, gaf alltaf stefnuljós, stoppaði á stöðvunarskyldu og hegðaði sér með afbrigðum vel í umferðinni.
Það er gaman að sjá svona.
Athugasemdir
Ætli þetta hafi verið sami Íslofts VW pallbíllinn sem svínaði á mig á Suðurlandsbraut, framan við hótel Nordíka, sirkabát svona um ellefuleytið í morgun? Gaf að vísu stefnuljós, en --
Stundum valda bílamerkingar manni heilabrotum -- rafvirkjafyrirtækið sem ekur um á bíl merktum Rafstuð finnst mér ekki ýkja traustvekjandi!
Sigurður Hreiðar, 16.8.2007 kl. 13:15
Nei þetta var sendibíll og ökumaðurinn var mjög varfærinn .
Markús frá Djúpalæk, 16.8.2007 kl. 13:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.