Garðar Örn
14.8.2007 | 17:39
Hinriksson fótboltadómari, tónlistarmaður, bloggari, lífskúnstner og faðir kom í síðdegisútvarpið á Sögu í dag. Við töluðum um fótboltann, tónlistina, lífið og tilveruna.
Garðar er maður sem liggur ekki á skoðunum sínum og talaði tæpitungulaust um menn og málefni. Hann spilaði fyrir okkur uppáhaldstónlistina og tvö lög úr eigin smiðju. Flott lög, annað sungið frá sjónarhóli deyjandi hermanns og hitt ástarsöngur í anda Tom Waits.
Einu sinni var Garðar í hljómsveitinni Url ásamt Heiðu Ólafs og við heyrðum í henni um miðbik þáttar, Garðari að óvörum. Það var gaman að heyra í henni og greinilegt að hún er voða ánægð með lagasmiðinn og textasmiðinn Garðar. Og greinilegt að þau eru fínir vinir.
Eins og venjulega var klukkutími ekki nærri nóg þannig að ég fer að huga að lengingu þáttarins.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.