Kannski alveg tími til kominn?

Að einhver stofnun taki athugasemdir við starfsemi sína alvarlega? Það eru auðvitað tíðindi þegar einhver stjóri í ríkinu stendur upp og segist taka þær alvarlega, athugasemdirnar sem gerðar eru við stofnun hans. Svo er bara að gera það á borði jafnt sem orði.
mbl.is Vegamálastjóri segir að taka verði aðfinnslur Ríkisendurskoðunar alvarlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Vegamálastjórans eina von er að umræðan þagni sem fyrst og þá segir maður það sem maður þarf að segja, auðvitað verður það ekkert á borði.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 14.8.2007 kl. 14:23

2 identicon

Það sem þarf að gera í þessu máli og hefði átt að vera búið.

1. Stöðva breytingarnar á skipinu. ( Henda þessu drasli út í hafsauga.. eða selja einhverjum sem er enn vitlauusari en vegagerðin ! )

2.  Hefja undirbúning að gerð nýrrar ferju, þar sem sveitarstjórn Grímseyjar væri sátt og í samráði, auk annara sem hefðu vit á svona hlutum.

3.  Reka þessa ráðgjafa sem klúðruðu þessu..( Það virðist svo sem vera að gerast)..Það hefði engum heilvita manni dottið í hug að borga meira en eitthvert málamynda fé fyrir þetta skip.( c.a. 5-10 miljónir, en ekki 110 eins og gert var).. fékk einhver fyrirgreiðslufé ? ( mútur)

3. Láta nokkra ábyrga aðila hjá vegamálastofnun axla ábyrð og leysa þá frá störfum.

4. Fynna framtíðarstaðsetningu fyrir ferjuna. Staðir sem hugsanlega kæmu til greina, eru Húsavík, Akureyri, Dalvík og Siglufjörður. Reikna út og gera greiningu á hver þessara staða gætu þjónað Grímsey best út frá öllum þáttum. Siglingarvegalengd, ferðamannaþjónustu, hafnaraðstöðu, frakt o. fl.

albert (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 14:34

3 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Kannski óþarfa bjartsýni í mér. Það eru allir svo gleymnir í þessu landi.

Markús frá Djúpalæk, 14.8.2007 kl. 14:36

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Hann stendur þetta af sér og sennilega allt liðið, býst við að fyrirgreiðslufé og fleiri atrið s.s. að þekkja rétta aðila og sonna spili þarna á vigtina þegar umræðan þagnar.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 14.8.2007 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband