SMÁ... svona
6.8.2007 | 19:59
...kallið mig gamaldags, veltið mér upp úr smjöri og málið mig bláan, en það er eitt og annað sem slær mig við þessa frétt. Sextán ára stúlka og tæplega þrítugur unnusti hennar er það fyrsta. Hvernig karlmaður sem á ekki mörg ár eftir að detta á fertugsaldur á unnustu sem tæplega af barnsaldri? Mér finnst þetta allavega of mikill aldursmunur - en þroskamunurinn er kannski enginn í þessu tilfelli.
Annað sem sló mig:Hvílíkt rosamagn af kókaíni er þrjátíu milljón króna virði og hver hefur lyst á að gleypa það í slímugum smokkum? Ojbarasta!
Og í þriðja lagi: Af hverju er ekki fylgst betur með manni sem er nógu klikkaður til að eiga barnunga kærustu og var þar auki gripinn glóðvolgur við handrukkun í beinni útsendingu?
Erum við öll blind og heyrnalaus og sama um allt, eða hvað?
Sextán ára stúlka tekin fyrir kókaínsmygl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ég er ekki búin að lesa fréttina en dettur í hug svona út í loftið að stúlkan sé möguleg háð þessum manni á fleiri en einn hátt.
Þetta er auðvitað hið versta mál en allaveganna var nógu vel fylgst með í Leifsstöð, þau voru þó allaveganna tekin þar.
Ragnheiður , 6.8.2007 kl. 20:06
Sem betur fer - en það voru einmitt svona athugasemdir sem ég var að leita eftir og í framhaldi af því verðum við að spyrja okkur hvort við viljum ekki gera eitthvað öll til að hindra svona?
Markús frá Djúpalæk, 6.8.2007 kl. 20:11
Þetta er akkurat það sem sló mann fyrst við þessa frétt, aldursmunurinn. Nú er ég ekki foreldri en ég tygg og kjamsa á hinni margtugðu tuggu " hvað eru foreldranir að spá". Unglingsárin eru sá tími er mest þarf að fylgjast með án þess þó að ofgera. Það er bara þannig.
Ómar Eyþórsson, 6.8.2007 kl. 20:23
Það er ekki alltaf hægt að kenna foreldrum um svona lagað. Þannig er það bara að börn og unglingar eru áhrifagjörn og stundum ná þau ekki höndla athyglina sem þau fá. Ég þekki ekki til þessa máls, en kannast við það þegar unglingar missa sig og telja sig þroskuð langt um aldur fram.
Ég kannast við það þegar eldri strákar eru að eltast við stelpur á barnsaldri, þær eru í skýjunum með nýja kærastan sem er myndarlegur og á bíl og fullt af peningum. Hann nær að stjórna henni alveg og gæti alveg fengið hana til að sækja vegabréfið sitt og strjúka til útlanda með sér. Foreldrarnir vita kannski ekkert fyrr en dóttirin hringir frá Bandaríkjunum.
Mummi Guð, 6.8.2007 kl. 20:31
Ein spurning... mega 16 ára unglingar fara einir til útlanda?
Fyrir nokkrum árum fór ég til útlanda med tveimur vinkonum - upphaflega vorum vid fimm en 2 fengu ekki skriflegt leyfi frá foreldrum thar sem thaer voru undir 18 ára.
Elsa (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 21:14
Merkilegt alltaf þetta með foreldrana. Það er svo oft bent á foreldrana og sagt að það sé þeim að kenna að ungt fólk endi í vandræðum. Ég þekki mjög mörg dæmi um systkyn sem alin eru upp saman og við sömu aðstæður þar sem annað endar í klandri eða glæpum meðan hin / hitt endar í háskólanum og sem fyrirmyndarfólk fram í fingurgóma. Og þá bendir fólk á þennan sem verr fór fyrir og hvíslar... "já, foreldrarnir sko..."
Nei, jafnvel sem ungt fólk höfum við fengið svolítið sem heitir rökrétt hugsun og skynsemi. Þegar hún bregst er ekki margt sem foreldrar geta gert nema þeir séu með unglingnum 24 tima sólarhringsins. Og hver ykkar hefði viljað það ??? Og hversu mikið einelti yrði unglingur fyrir ef foreldrarnir væru eins og fangaverðir ???
Bara smá vangaveltur...
Snowman (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 21:15
Þið spyrjið hvað foreldrarnir séu að spá, og nú er náttúrulega einn möguleiki sem eg myndi telja líklegastan og þekki til eins dæma.
Foreldrarnir gætu vel verið sjálfir í neyslu, annar dáinn eða ekki.
Sumir foreldrar í neyslu, sjá ekkert athugavert við það að börnin sín séu í neyslu.
Eins og ég segi, þá þekki til fleiri en eins dæmis um trúlofuð "börn" við eldri menn, þar sem foreldrar eru í mikilli neyslu.
Hafsteinn Þór (17 ára) (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 21:32
þetta er alveg útúr kortinu að orða þetta svona, ef það hefði verið sagt "og sextán ára unnusta hans" þá hefði það slegið mann ennþá meira, því menn eiga ekki sextán ára unnustur, það er nú bara þannig samkvæmt lögum. Það sér þetta hver heilvita maður.
halkatla, 6.8.2007 kl. 21:44
en það er náttúrulega mun meira að en þetta orðalag, málið er ömurlega sorglegt bara á allan hátt og ég ætla rétt að vona að lögin líti ekki á þetta par sem tvo einstaklinga á jafnréttisgrundvelli.
halkatla, 6.8.2007 kl. 21:46
þetta er góð vinkona mín....
ekki fara segja: 'hvað eru foreldrarnir að spa'... þetta eru æðislegir foreldrar, standa sig vel og hafa alltaf haft stjórn á henni hvað sem hun gerði, þar til hun er svona breytt...þeir ráða varla við hana lengur... hun byrjaði snemma í neyslu og er buin að fara í meðferð sem hún stóðst og foreldrar hennar sendu hana í eins árs eftirmeðferð norður á akureyri eftir að hun var útskrifuð ur meðferð.. hún var allt önnur manneskja eftir það ... var ótrúlega dugleg að sækja AA funda og var eg ótrúlega ánægð með hana að vera standa sig svona vel.... þar til hun féll..aftur...og rétt ísumar kynntist hun þessum 28 ára manni sem er sali ...hun í neyslu og hann sali, fjandi ríkur og á gefur henni allt sem hun vill...heyrði í henni í júlí seinast og allt æðislegt fannst henni... mer leist nu sjálfri ekkert á þetta og lét hana alveg heyra það, sérstaklega með aldursmuninn.. hann væri of...
en ekki fara kenna foreldrum hennar um þetta... hun er bara orðin stjórnlaus ef það ma orða það þannig... þau eru buin að reyna allt sem þau geta...og eru að þvi enn
rebekka (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 21:58
það er nú ekkert einsdæmi að konur á 16 ára aldri séu með mönnum sem eru um 30 ára... allavega ekki þaðan sem ég er... var býsna algengt hér áður þegar sjálfræðisaldur var 16 ár. En þau eru sjálfsagt trúlofuð og hver erum við að dæma það samband... ég bara spyr? Það er ekkert nýtt í þessu en vissulega er munurinn talsverður og ekki myndi ég samþykkja það sem foreldri það er víst... en það er allt annað mál.
Frelsisson (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 22:07
Djöfull er 12ára aldursmunur LANGt frá því að vera eitthvað sem heilbrigt væri, og foreldrarnir geta í þokkabót kært þennan manndjöful fyrir mannrán, nema að þau hafi gefið blessun sína á þessa ferð ( sem er þá frekar spes )
Svona menn sem að draga 16 ára stelpu útí svona eiga ekki margt gott skilið..
Ólafur N. Sigurðsson, 6.8.2007 kl. 22:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.