Iss, þetta er ekkert.

Þessi ferð var þó ekki jafn endaslepp og sú sem ég heyrði af fyrir nokkrum mánuðum. Þar sagði af breta nokkrum sem var búinn að safna árum saman fyrir ferð umhverfis jörðina, og hugðist hann fara hana á húsbíl. Hann ætlaði að sjá alla veröldina og verja nokkrum árum til þess. Þegar nálgaðist fyrirhugaðan brottfarardag seldi hann húsið sitt og bílinn og allt annað sem annars yrði bara byrði á honum í heimsreisunni. Allar orginal bítlaplöturnar og Dallas-safnið ásamt fleiru ómetanlegu var selt fyrir slikk.

Hann keypti sér eðalhúsbíl fyrir afraksturinn og átti auðvitað skotsilfur til að duga þann tíma er ferðin ætti að taka. Hann átti líka slæðing af vinum, og í kveðjuskyni bauð hann þeim á krána kvöldið áður en heimsreisan skyldi hefjast. Auðvitað fékk sinn maður sér talsvert í tána og bauð vinum sínum dágóðan slurk líka, og allir glöddust ógurlega. Viðstaddir urðu vel drukknir og söguhetja vor ekki síst.

Morguninn eftir skreið hann svo upp í húsbílinn og ók af stað. Hann var rétt kominn að fyrsta hringtorginu þegar lögreglan stöðvaði hann, lét hann blása í blöðru, svipti hann ökuleyfinu á staðnum til tveggja ára. Þetta kallar maður endasleppa heimsreisu svo ekki sé meira sagt!


mbl.is Endaslepp sjóferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband