Iss, ţetta er ekkert.

Ţessi ferđ var ţó ekki jafn endaslepp og sú sem ég heyrđi af fyrir nokkrum mánuđum. Ţar sagđi af breta nokkrum sem var búinn ađ safna árum saman fyrir ferđ umhverfis jörđina, og hugđist hann fara hana á húsbíl. Hann ćtlađi ađ sjá alla veröldina og verja nokkrum árum til ţess. Ţegar nálgađist fyrirhugađan brottfarardag seldi hann húsiđ sitt og bílinn og allt annađ sem annars yrđi bara byrđi á honum í heimsreisunni. Allar orginal bítlaplöturnar og Dallas-safniđ ásamt fleiru ómetanlegu var selt fyrir slikk.

Hann keypti sér eđalhúsbíl fyrir afraksturinn og átti auđvitađ skotsilfur til ađ duga ţann tíma er ferđin ćtti ađ taka. Hann átti líka slćđing af vinum, og í kveđjuskyni bauđ hann ţeim á krána kvöldiđ áđur en heimsreisan skyldi hefjast. Auđvitađ fékk sinn mađur sér talsvert í tána og bauđ vinum sínum dágóđan slurk líka, og allir glöddust ógurlega. Viđstaddir urđu vel drukknir og söguhetja vor ekki síst.

Morguninn eftir skreiđ hann svo upp í húsbílinn og ók af stađ. Hann var rétt kominn ađ fyrsta hringtorginu ţegar lögreglan stöđvađi hann, lét hann blása í blöđru, svipti hann ökuleyfinu á stađnum til tveggja ára. Ţetta kallar mađur endasleppa heimsreisu svo ekki sé meira sagt!


mbl.is Endaslepp sjóferđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband