Andskotakornið! Öfund...

cowshit...eða einhver önnur tilfinning grípur lævísum klóm sínum um mig þegar ég hlusta á í útvarpinu upptalningu á tekjum íslendinga. Þar er sagt frá hýru fólks sem með einhverri aðferð sem mér er gersamlega hulin hefur komið sér í þá stöðu að hafa laun sem hljóma upp á þrjár til sextán milljónir á mánuði. 

Svo grípur mig einhver önnur tilfinning sem mig grunar að heiti reiði - reiði yfir ósanngirni veraldarinnar. Meðan einn maður fær margar milljónir fyrir að mæta á skrifstofuna sína og hefur svo mikla peninga milli handanna að hann hefur varla tíma til að eyða því öllu (enda gerir hann það ekki, þetta safnast auðvitað bara fyrir) þá er til fólk eins og ein kona sem ég kannast við, sem þarf að lifa á bótum sem ákveðnar eru af ríkinu. Það væri nú kannski í sjálfu sér ekki svo agalegt, en þegar hún er búin að borga leiguna sína og aðrar skyldur um hver mánaðamót, þá á hún 8000 kr. eftir til að borða, kaupa bensín á 12 ára gamla bílskrjóðinn sinn, kaupa sér föt og skófatnað, og annað sem þarf til að lifa. Það segir sig náttúrulega sjálft að þarna er ekki lifað miklu lúxuslífi. Þvert á móti!!!

Það er ekkert að eðlilegri umbun fyrir vel unnin störf, og það er hagfræðileg staðreynd að starfsmenn eru misverðmætir, en væri ekki hægt að deila allri þessarri auðlegð aðeins jafnar á milli okkar, þegna þessarrar örsmáu þjóðar?

Kannski er ég bara barnalegur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband