Skrjillón Kazilljarðar
1.8.2007 | 09:26
..ég ætla ekki að reyna að skilja þessar tölur og hvað þær gera fyrir eigendur bankanna. Vona bara að þeim líði betur í dag en í gær og betur á morgun en í dag.
Samanlagður hagnaður viðskiptabankanna 89,6 milljarðar króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Spurningin er hvað borga fjármálafyrirtækin í skatta. Mér skilst að þau geti frestað skattlagningu á hagnað um einhvern tíma. Það væri svo sem ágætt að fá slatta af milljörðum inn í félagslega kerfið.
Hreinn Hreinsson (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 10:26
Fyndin fyrirsögn! Betra er að skilja stórar upphæðir með því að brjóta þær niður í tímaeiningar. Þetta eru um 491 milljón á dag, 20 milljónir á klst., 341 þúsund á mínútu og 5.682 kr á sekúndu, dag og nótt. Eftir átta tíma nætursvefninn hafa því bæst um 160 milljónir við hagnað bankanna, sem ætti að gleðja marga á hverjum morgni.
Ívar Pálsson, 1.8.2007 kl. 10:48
Þetta er auðvitað voða fínt. Mér reiknast til að næturhagnaður bankanna sé svipaður og maður sem hefði 3,5 milljónir á mánuði næði að aura sér inn á 47 árum. Þá á reyndar eftir að draga af honum fullan skatt og allar skyldur. Er von að maður svitni?
Markús frá Djúpalæk, 1.8.2007 kl. 11:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.