Sorg

...er eina orðið sem lýsir mínum viðbrögðum við þessum atburði. Hér er um fjölskylduharmleik að ræða sem við hin ættum ekki að bulla meira um, heldur reyna eftir fremsta megni að láta svona hluti ekki gerast í eigin ranni.

Við skulum votta aðstandendum hinna látnu okkar dýpstu samúð og sýna þeim þá virðingu að gaspra ekki meira um málið.


mbl.is Lögregla lýsir eftir vitnum að skotárás í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Sammála hverju orði hjá þér Markús. Vert væri að senda beiðni til blog.is um að fela meginþorra þeirra blogga og sérstaklega athugasemda sem hafa fylgt þessum fréttum síðan atburðurinn átti sér stað. Þetta er fjölmörgum til skammar og særir enn fleiri, fjölskyldu, aðstandendur, vini og hverja þá sem hafa snefil af samkennd enn í sér.

Verstu hliðar manna koma í ljós, aðallega ótakmarkaðir fordómar með óendanlegu tillitsleysi. Vonandi sér Morgunblaðið sér fært að fela þessar meiðandi færslur, þannig að þessum særindum linni.

Ívar Pálsson, 29.7.2007 kl. 16:39

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Nákvæmlega það sem ég var að kommenta hjá bloggvinkonu. Óskandi að almenningur hemji skáldskapargleði sína og leyfi aðstandendum að syrgja í friði.

Jóna Á. Gísladóttir, 29.7.2007 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband