Vá - hvað maður getur verið hégómlegur

Í Fréttablaðinu í gær - Sirkusblaðinu nánar tiltekið -  var grein þar sem 19 álitsgjafar voru látnir nefna beztu útvarpsraddirnar. Sigga mín sagði mér frá þessu áður en ég hafði lesið blaðið sjálfur og sagðist  hafa verið grútspæld með að ég væri þar hvergi á blaði - allavega frekar óánægð! Mér fannst það nú ekkert tiltökumál svosem meðan hún var að segja mér frá þessu, en hvað gerði ég þegar ég kom heim? Jú, ég greip blaðið og grandskoðaði opnuna þar sem myndirnar af Óla Palla og Ívari Guðmunds glottu til mín. Ég var sannfærður um að rekast á nafnið mitt, þó ekki væri nema í örsmáu letri einhvers staðar neðanmáls. En ó vei! Ó nei, aldeilis ekki.  Þarna voru ríkisútvarps- og Bylgjuraddir í miklum meirihluta, og auðvitað ekkert nema gott eitt um allt þetta fólk og þeirra raddir að segja. En svona getur maður verið hégómlegur; að langa til að vera á einhverjum lista í einhverju blaði sem eitthvað fólk velur saman - án þess einu sinni að vita hvernig farið var að.  Nú er ekki nema eitt til ráða.... tala meira. Og ekki væri verra að sleikja sig upp við eitthvað fólk sem einhvern tíma gæti orðið álitsgjafar um raddir. Hljómar það ekki eins og góð áætlun?Magnadur

 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég væri drullufúl

Jóna Á. Gísladóttir, 29.7.2007 kl. 17:22

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Hehe - það tekur því nú ekki að verða drullufúll, en nú er bara að bera smurningu á raddböndin og verða enn flottari.

Markús frá Djúpalæk, 29.7.2007 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband