Þyrnir í augum ráðherrans?
20.9.2008 | 19:16
Frétt af dv.is:
Jóhann R. Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir þau skilaboð sem hann fái frá Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra ekki vera mjög hvetjandi. Þetta kom fram í spjalli við Jóhann á Útvarpi Sögu í dag en ráðherra tilkynnti Jóhanni nýlega að starf hans yrði auglýst laust til umsóknar.
Jóhann var maður vikunnar í þættinum Vikulokin hjá þeim Markúsi Þórhallssyni og Halldóri E. á Sögu í dag. Þar sagðist Jóhann ekki hafa áhyggjur af framtíð sinni en öllu meiri áhyggjur af starfsemi embættisins. Jóhann sagði að hann myndi fara að gera eitthvað skemmtilegt og að þegar væri búið að leita til hans með áhugavert verkefni.
Markús og Halldór báru frétt dv.is þess efnis að Björn væri að losa sig við óhlýðinn lögreglustjóra undir Jóhann sem kannaðist ekki við að vera óhlýðinn. Hann sagði þó að vel mætti vera að einhverjum fyndist svo. Jóhann sagðist hins vegar vera svolítið þver en hann reyndi að vera sanngjarn þótt hann væri harður. Hann sagði ákveðið andrúmsloft hafa myndast og í því hafi hann ekki verið tilbúinn til að vera hluti af já-hópi þannig að vel má vera að hann sé í raun þyrnir í augum ráðherrans.
Jóhann fór ekki leynt með að fari svo að hann missi starfið sé honum talsverð eftirsjá að því. Hann hafi óbilandi áhuga á verkefninu og bætti við að ef auglýsingin á starfi hans eigi að vera fordæmsigefandi þá væri óskandi að fleiri stöður yrðu auglýstar í kjölfarið.
Þegar Jóhann var spurður hvort sú staða gæti mögulega komið upp að hann héldi áfram í embætti sínu sagði hann þessa stöðu svo nýuppkomna að að hann viti í raun ekkert hvað verða vill. Hann gæti því ekkert sagt um það að svo stöddu.
Lögreglan á Suðurnesjum þykir hafa náð ákaflega góðum árangri undanfarið, ekki síst í baráttunni við eiturlyfjasmyglara og Jóhann sagðist þakklátur og auðmjúkur yfir viðbrögðum almennings við starfi sínu og hans fólks. Skilaboðin sem hann hefði fengið frá dómsmálaráðherra væru hins vegar ekki hvetjandi.
Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, hefur gert grein fyrir ákvörðun sinni um að auglýsa stöðuna á heimasíðu sinni, www.bjorn.is, og segir meðal annars að embættið sé allt annað nú en fyrir fimm árum og því skýr efnisleg rök fyrir því, að það sé auglýst. Björn lætur þess einnig getið að launakjör lögreglustjóra hafi auk þess tekið stakkaskiptum, þegar sýslumannsembættið á Keflavíkurflugvelli var aflagt.
Með vísan til alls þessa þótti mér einsýnt, að auglýsa ætti embættið til að lögreglustjóri væri ekki í neinum vafa um kjör sín og ábyrgð. Lögum samkvæmt var þessi ákvörðun tilkynnt Jóhanni R. Benediktssyni með þeim fyrirvara, sem segir í lögum", skrifar Björn.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
![]() |
Skipt um lögreglustjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sumir dagar
20.9.2008 | 08:09
Æ, bara fallegt.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)