Merkilegt réttarfar.

Svo viršist sem fimm śtlendir karlmenn  hafi rįšist inn į Ķslending sem bżr ķ einu af leiguherbergjum ķ hśsnęšinu, samkvęmt upplżsingum frį lögreglu.  Hann varšist įrįsinni meš hnķfum og sęrši einn. Sį var fluttur į slysadeild meš įverka į brjósti.  Hnķfamašurinn ķslenski var handtekinn og gistir fangageymslur.

En ég spyr, voru įrįsarmennirnir sendir heim ķ te og skonsur į mešan sį sem fyrir įrįsinni varš var settur ķ jįrn og stungiš ķ steininn? Žetta er aušvitaš fįrįnlegt, en hefur žó skķrskotun ķ lög.

Til eru lög um neyšarvörn sem oft er kölluš sjįlfsvörn ķ daglegu tali. Ķ 12.gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 segir svo:


12. gr. Žaš verk er refsilaust, sem menn vinna af neyšarvörn, aš žvķ leyti sem žaš hefur veriš naušsynlegt til žess aš verjast eša afstżra ólögmętri įrįs, sem byrjuš er eša vofir yfir, enda hafi ekki veriš beitt vörnum, sem séu augsżnilega hęttulegri en įrįsin og tjón žaš, sem af henni mįtti vęnta, gaf įstęšu til.
Hafi mašur fariš śt fyrir takmörk leyfilegrar neyšarvarnar, og įstęšan til žess er sś, aš hann hefur oršiš svo skelfdur eša forviša, aš hann gat ekki fullkomlega gętt sķn, skal honum ekki refsaš.

Samkvęmt 12. grein er neyšarvörn lögmęt réttarvörsluathöfn manns, sem felur ķ sér naušsynlega beina valdbeitingu gegn öšrum manni eša mönnum, til žess aš verjast eša afstżra ólögmętri įrįs į žann, sem neyšarvörninni beitir, eša einhvern annan.  Ķ 2. mįlsgreininni felst žó greinilega aš handtaka mį žann sem beitir meira afli sem er hęttulegra en įrįsin getur talist.  Ķ žessu tilfelli įtti mašurinn sem rįšist var į af fjölda manns sem sagt aš spyrja žį kurteislega hvort žeir vęru meš hnķfa įšur en hann tók sinn upp og fór aš reyna aš verjast meš honum. Žaš hefur greinilega gleymst žegar lagagreinin var samin ķ rólegheitunum į Alžingi, aš fólki bregšur hrošalega viš įrįs og bżst til varnar af miklum krafti og įn žess aš velta sérstaklega fyrir sér hvort varnirnar séu "hęttulegri" en įrįsin. Svo mį heldur ekki gleyma žvķ aš oft žarf vörnin aš vera hęttulegri en įrįsin til aš henni ljśki.

Dęmi ef karlmašur ręšst aš konu og dregur hana meš sér ķ hśsasund og heldur henni fastri mešan hann reynir aš koma fram vilja sķnum viš hana, og konan sparkar af alefli ķ punginn į manninum, er žį vörn konunnar oršin hęttulegri en įrįsin? Žaš mętti halda žvķ fram meš žeim rökum aš žaš sé hęttulegra aš sparka en aš halda manneskju fastri meš handafli, en afleišingar įrįsarinnar hefšu oršiš mun alvarlegri fyrir konuna hefši hśn ekki beitt žessu afli. Žvķ žyrfti aš sjįlfsögšu aš horfa til hugsanlegra afleišinga, nišurstöšu įrįsarinnar žegar metiš er hvort varnarafliš teljist of mikiš ekki. Įrįs hóps manna į einn mann getur oršiš skelfileg fyrir hann, ef hann grķpur ekki til annars fulltingis, eins og t.d. aš draga upp hnķf. Meš žessu er ég ekki aš hvetja til hnķfanotkunar almennt til annars en aš matast meš og kannski tįlga einstaka spżtukall, en hvaš ķ ósköpunum įtti mašurinn annaš aš gera? Hvaš hefšum viš öll gert? Varist meš offorsi eša bošiš upp į appelsķn?

Mig langar bara aš vita hvort žaš sé rétt eins og skķn ķ gegn ķ fréttinni, aš žeir sem réšust aš hinum handtekna hafi ekki veriš teknir höndum og ef svo er, hvers vegna ķ ósköpunum žaš var ekki gert?

Bloggfęrslan er alfariš į įbyrgš skrifanda en endurspeglar ekki į neinn hįtt skošanir eša afstöšu mbl.is, og Morgunblašsins.


 


mbl.is Lķkamsįrįsir og eftirför
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

Bloggfęrslur 6. jślķ 2008

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband