Ætli mál Paul Ramses rati í erlenda fjölmiðla?
3.7.2008 | 17:23
Paul Ramses fékk ekki að sjá bréf um synjun á beiðni um hæli fyrr en í gærkvöldi. Bréfin hefðu átt að berast honum í apríl. Eiginkonu Paul finnst þetta ótrúleg vinnubrögð.
Ég skil þetta bara ekki," segir Atieno Othiembo, eiginkona Pauls. Ég hef ekkert heyrt frá honum síðan í morgun á flugvellinum, ég veit ekkert hvort hann sé kominn til Ítalíu eða hvort hann hafi millilent einhvers staðar."
Paul var greint frá því í gær að umókn hans um stöðu flóttamanns á Íslandi yrði ekki afgreidd heldur yrði hann sendur með flugi næsta morgun til Ítalíu. Gisti hann fangageymslur lögreglunnar í nótt.
Þetta hefði hann átt að fá að vita í þremur bréfum sem hefðu átt að berast honum í apríl. Eiginkona Pauls og Þórunn Helgadóttir hjá ABC barnahjálp, vinkona þeirra hjóna, fullyrða báðar að bréfin hafi ekki borist.
(af visi.is)
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
![]() |
Ísbjarnarmálið í Le Monde |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Aðvörun - kannski aðeins of seint. Gæti bjargað lífi þínu samt!
3.7.2008 | 16:18
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eigum við að brjálast?
3.7.2008 | 13:42
Mikið er langlundargeð þessarar þjóðar! Æðstu ráðamenn hennar, fólkið sem við veljum yfir okkur til að halda hér öllu í lagi gerist uppvíst að mannréttindabrotum, óráðsíu, valdhroka, vingulshætti og kunnáttuleysi í stjórnun svo eitthvað sé nefnt. Og hvað gerum við? Tuðum á blogginu, í kaffistofunum og í heitu pottunum. En ekkert breytist. Hvers vegna? Jú, við sem réðum þetta fólk til starfa þorum ekki að segja því upp. Er ekki kominn tími til að senda öllum æðstu ráðamönnum þjóðarinnar uppsagnarbréf, rétt eins og gert væri við vanhæfa starfsmenn og stjórnendur í hvaða fyrirtæki sem er. Við getum ekki horft upp á þetta lengur.
Fjandakornið!
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
![]() |
Stýrivaxtalækkun frestast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stórhættulegir glæpamenn?
3.7.2008 | 11:05
...en íslenzk stjórnvöld eru eina ferðina enn að skíta langt upp fyrir haus.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
![]() |
Hlupu út á flugbrautina á Keflavíkurflugvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flóttamaðurinn
3.7.2008 | 09:03
Hann var örlítið kvíðinn. En samt svo hamingjusamur. Þriggja vikna gamall drengurinn hjalaði í fangi móður sinnar, honum fannst þau svo lík mæðginin, dásamleg guðsgjöf sem þau voru. Hann vonaði svo sannarlega að þau gætu eignast nýtt líf í þessu góða landi. Það var alkunna að fólkið og stjórnvöld þessa lands létu mannúð og manngæsku ráða ákvörðunum sínum, þannig að kvíðinn hefði í raun ekki átt að vera mikill, honum fannst hann í sjálfu sér ekki þurfa að óttast neitt. Óttinn elti hann þó eins og skuggi. Hann vissi sem var að líf hans var í hættu. Erfiður flóttinn frá heimalandinu þar sem allt hafði snúist gegn honum á örskömmum tíma eftir tapið í kosningunum, hvíldi enn á honum sem mara og hann skildi ekki alveg af hverju umsóknin hans hafði ekki verið tekin fyrir en það hlaut að eiga sínar eðlilegu skýringar. Hann hafði jú starfað við hlið þessa fólks við hjálparstörf í gamla landinu, það hlyti að verða tekið tillit til þess.
Óttinn um að eitthvað færi úrskeiðis lét helst á sér kræla á nóttunni, meðan hann lá andvaka og hlustaði á hægan andardrátt eiginkonunnar og litla prinsins. Samt trúði hann statt og stöðugt á gæsku íslendinga og hann vissi að lögfræðingurinn vann hörðum höndum að því að fá dvalarleyfið hans samþykkt, hún hafði reyndar sagt honum að það gæti hugsanlega sett strik í reikninginn hvaða leið hann kom til landsins. Hann trúði samt á manngæskuna og mildina, kærleikann frekar en kerfið.
Í sama mund og hann tók son sinn í fangið var barið harkalega að dyrum. Hver getur þetta verið? spurði hann konuna sína, angistin greip um sig. Konan hans horfði óttaslegin til dyra. Hann opnaði dyrnar, með drenginn sinn í fanginu. Fyrir utan stóðu þrír dökkklæddir menn sem sögðu honum á sinni harðmæltu ensku að hann ætti að koma með þeim. Þeir væru frá lögreglunni og sú ákvörðun hefði verið tekin að hann skyldi sitja í varðhaldi til morguns uns hann yrði sendur til Ítalíu, þaðan sem hann kom. Þarlend stjórnvöld ættu að fjalla um málið hans. Hann reyndi að tala um fyrir þeim, sagði að málið hans væri í kerfinu á Íslandi og þetta hlyti að vera misskilningur. En allt kom fyrir ekki, þeim varð ekki haggað, hann var dreginn frá ástvinum sínum sem stóðu eftir, konan með tárvot augun og litli drengurinn teygði hendur sínar í átt til föður síns.
Paul Ramses sat heila nótt í fangaklefa í lögreglustöð á Íslandi eftir að vera sendur út í óvissuna...
Bloggfærslan er skáldskapur byggður á raunverulegum atburðum og er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
![]() |
Njósnari hafði upp á Betancourt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)