Ég varð að smella þessu á eftir
26.7.2008 | 11:00
Hér er það Robbie Wiliams sem leikur sér með lag Stephens TinTin Duffy, Kiss me. Bráðskemmtilegt.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Munið þið eftir þessu - Stephen "Tin Tin" Duffy
26.7.2008 | 10:49
Stephen Anthony James Duffy er fæddur í Birmingham á Englandi 30.maí árið 1960. Hann stofnaði hljómsveit ásamt félaga sínum John Taylor og vini hans Nick Rhodes seint á áttunda áratugnum. Árið eftir að Duffy yfirgaf sveitina sló hún rækilega í gegn, hún heitir Duran Duran.
Þetta lag gaf hann út árið 1985, og það eru ábyggilega margir sem muna eftir því. Það heitir Icing on the cake og var gríðarlega mikið spilað það sumarið. Lagið kom út í kjölfar hins vinsæla Kiss me og endaði í 14. sæti breska vinsældalistans í júní þetta ágæta sumar. Næsta smáskífulag TinTins á var svo Unkiss that kiss sem rifjar örugglega upp góðar minningar hjá mörgum.
Hann hefur stússað heilmikið í tónlist síðan þetta var, hefur meðal annars skrifað slatta af lögum fyrir hin ofurvinsæla Robin Williams, meðal annars lagið Radio.
En hoppum rúm 20 ár aftur í tímann, látum okkur vaxa sítt að aftan og smellum risastórum herðapúðum í jakkana okkar.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)