Útvarpsþáttur í verðlaun á Útvarpi Sögu

OldTimeRadio 

Þeir sem eru þjakaðir af innbyrgðri tjáningarþörf ættu að leggja við hlustir á Útvarp Sögu á morgun milli klukkan 13 og 16 en þá gefst heppnum hlustanda tækifæri á að vinna sinn eigin útvarpsþátt í tónlistargetraun í laugardagsþætti stöðvarinnar.

Umsjónarmennirnir Markús Þórhallsson, Halldór E. og Sverrir Júlíusson munu leika brot úr þremur íslenskum lögum og sá hlustandi sem ber kennsl á lögin fær eina klukkustund í loftinu á Sögu þar sem hann getur stjórnað sínum eigin útvarpsþætti.

Félagarnir í laugardagsþættinum eru gjarnir á að fara eigin leiðir og finnst ekki nóg að verðlauna hlustendur sína með flatbökum og rjómaís og gefa því heppnum hlustanda að auki tækifæri til að láta gamminn geysa í beinni útsendingu á Útvarpi Sögu.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


Lausn á miðbæjarvandanum

Kannski að löggæsluyfirvöld ættu að huga að þeim möguleika að ráða ömmur með kústa til að hafa hemil á skrílnum í miðbæ Reykjavíkur um helgar. Það mætti kalla þær miðbæjarkústa.

Hugmynd.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Ræningjunum sópað út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lagið um hana Júlíu

Myndbandið er byggt á klippum úr kvikmyndinni The man who fell to Earth sem David Bowie lék í við góðar undirtektir árið 1976. Í myndinni léku á móti Bowie meðal annarra Rip Torn sem við þekkjum úr myndunum um Svartklæddu mennina og Candy Clark sem margir muna eftir úr American Graffiti og The Blob (ekki The Blog) frá árinu 1988. Lagið er b-hlið lagsins Day-in-day-out af plötunni Never Let me Down, sem spekingar segja að sé allra versta plata Bowies. Mér fannst þetta fínt lag á sínum tíma og skildi ekkert í af hverju það var ekki á stóru plötunni, en maður skilur ekki alltaf hvað annað fólk er að hugsa. Sem betur fer.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


Ég minni á skoðanakönnun á heimasíðu Útvarps Sögu

Þar er spurt: Telur þú að Davíð Oddsson fyrrverandi forsætisráðherra sé upphafsmaður Baugsmálsins?
Nú er um að gera að smella sér inn á www.utvarpsaga.is og taka þátt.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


Bloggfærslur 18. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband