Fljúgðu hátt!

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


Söngur villiandarinnar

önd

Í vor kom ég sunnan með sólskin í hjarta,
hún seiddi mig dýrðin á landinu bjarta.

Ó íslenska byggð, þú átt ein mína tryggð.
Ó íslenska byggð, þú átt ein mína tryggð.

Ég byggði mér hreiður við bakkana lágu
og bjó þar með ungunum, fallegu, smáu.

Í friði og ást sem að aldreigi brást.

Og bóndinn minn prúður á bakkanum undi.
Hann brosti við ungunum léttum á sundi.

Þeir léku sér dátt, og þeir döfnuðu brátt.

En dag nokkurn glumdi við gjallandi seiður,
Það glampaði eldur, ég flúði mitt hreiður.

Og bóndinn minn dó, þá var brostin mín ró.

Og annar minn vængur var brotinn og blóðið
með brennandi sársauka litaði flóðið.

Ég hrópaði hátt út í heiðloftið blátt:

"Ó flýið þið börn mín til framandi stranda,
með fögnuði leitið þið öruggra landa."

Svo hvarf hún mér sýn ljúfust hamingjan mín.

Við íslensku vötnin er fegurð og friður
og fagnandi ríkir þar vornæturkliður.

Ef gefið þið grið, öllum fuglunum frið.
Ef gefið þið grið, öllum fuglunum frið.

Jakob V. Hafstein

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.

 

 


mbl.is Hreindýraveiðin hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta verður töff

Valur 

Gangi ykkur vel strákar!

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Byrjunarlið Vals sem leikur gegn BATE Borisov
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pierce Brosnan þykir enginn stórsöngvari

Mammamia2 

Reyndar þykir Brosnan svo lítill söngvari að salurinn skellti upp úr um leið og hann hóf upp raust sína til söngs í laginu SOS. Kannski var ástæðan í og með sú að við erum vanari þessum heillandi írska leikara í hlutverki njósnara hennar hátignar eða hörkutóla af öðrum uppruna sem dytti ekki til hugar að syngja í sturtu, hvað þá við önnur tækifæri.

Mammamia1 

Ég hafði ljómandi gaman af Mamma Mia, hún er þeirrar náttúru að kalla fram hlátur og grátur á sama tíma. Enda hefur mig langað lengi að sjá söngleikinn. Söguþráðurinn er í sjálfu sér ekki merkilegur, sagan er um tvítuga stúlku sem býr ásamt einstæðri móður sinni, hótelrekanda, á grískri eyju. Meðan verið er að undirbúa brúðkaup stúlkunnar kemst hún yfir rúmlega tuttugu ára gamla dagbók móður sinnar sem leiðir í ljós að þrír menn gætu hugsanlega verið faðir hennar. Hún grípur til sinna ráða og ákveður að bjóða þeim öllum til brúðkaupsins, sem þeir þiggja.

Glens og gleði ræður ríkjum í myndinni borið uppi af hinni frábæru tónlist ABBA flokksins. Allir leikarar myndarinnar skila sínu með prýði, ungir sem aldnir. Það var sérstaklega gaman að sjá hvað Meryl Streep sem verður sextug á næsta ári lítur vel út. En tónlistin er auðvitað snilldin sem límir myndina saman.

Mammamia3 

Eitt stakk svolítið í augun, myndin gerist greinilega í nútímanum en þegar gamlar myndir birtast af hinum hugsanlegu feðrum eru tveir þeirra hippar og sá þriðji pönkari. Fyrir rúmum tuttugu árum voru flestir almennilegir töffarar með blásið hár og sítt að aftan í snjóþvegnum gallabuxum, reyndar var kannski einn og einn pönkari eftir. Hippar voru aflóga grín á seinni hluta níunda áratugarins, þannig að vonbiðlarnir hefðu verið óttalegir lúðar á þeim tíma. Mig grunar að ástæðan fyrir þessu sé sú að söngleikurinn var frumsýndur á sviði 1999 sem gerir síðhærða hippa og leðurklædda pönkara örlítið eðlilegri tuttugu árum fyrr. En þetta er nú bara smámunasemi og tuð.

Ég mæli eindregið með að fólk flykkist á myndina Mamma Mia sér til yndis og ánægju!

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.

 


mbl.is Mamma mía! Íslendingar flykkjast á ABBA-mynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Manhattan Pylsuhagfræðin

Pylsustandur 

Maður nokkur ákvað að opna pylsuvagn á Manhattan, þar sem átti nú að vera aldeilis bisniss í slíkum rekstri. Það gekk nú ekkert sérlega vel, þannig að gæinn lagði hausinn í bleyti og velti fyrir sér hvað hann ætti að gera til að rétta reksturinn við. Hann fékk snilldarhugmynd, fór að bjóða tvær pylsur á verði einnar en smurði aðeins ofan á verðið á meðlætinu og gosinu. Skyndilega tók reksturinn við sér, allt blómstraði og gekk pylsusalanum í hag. Það gekk svo vel að hann gat sett upp nokkur auglýsingaskilti víða um borgina og enn jókst hagsæld pylsuvagnseigandans. Hann hafði meira að segja efni á að kosta son sinn til háskólanáms í frábærum skóla. Guttinn valdi hagfræði og gekk bara vel í náminu.

Í einu jólafríinu kom strákur heim og ræddi við föður sinn pylsusalann, um hvernig reksturinn gengi. Sá gamli bar sig vel, enda gekk ljómandi vel hjá honum sem fyrr. En strákurinn, orðinn nærri fullnuma í hagfræði vildi föður sínum vel og varaði hann við að kreppa væri framundan. Það yrði aldeilis að gæta aðhalds og sparnaðar á næstu árum og hvatti hagfræðistúdentinn föður sinn eindregið til að fylgja þeim ráðum.

Vitandi að sonurinn væri að verða sprenglærður hagfræðingur fór sá gamli að ráðum hans, hætti að bjóða tvær fyrir eina og lækkaði verðið á meðlætinu. Að því búnu slökkti hann á auglýsingaskiltunum og hætti við fyrirætlanir um að opna nýjan pylsuvagn.

Að nokkrum vikum liðnum hringdi hann í son sinn og þakkaði honum ráðin; "Þú hafðir alveg rétt fyrir þér sonur sæll, það er skollin á kreppa. Það hefur barasta dregið verulega saman í pylsusölunni síðustu vikurnar. Mikið var gott að ég fór að ráðum þínum."

Mórall sögunnar: Borgar sig alltaf að hlusta á hagfræðingana?

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Deila um stöðu íslenskra efnahagsmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband