Skelfing

Ég held að ég verði að reyna að gleyma þessum fréttum eins hratt og ég mögulega get. Nú greip um sig hinn gamalkunni flugbeygur. Sem betur fer er ekkert útlit fyrir að ég sé að fara í flug alveg á næstunni, þannig að kannski verð ég búinn að jafna mig áður en ég fer næst.

Mér dettur samt helst í hug að þarna hafi flugmennirnir bara verið að sýna og sanna stjórn Icelandair hversu heimskulegt það væri af félaginu að segja fjölda hæfra íslenzkra flugmanna upp....

 

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Lendingin gekk vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftirlýstur

 aribertheim

Doktor Dauði (einn af mörgum) fæddur 28.júní 1914 og heitir réttu nafni Aribert Heim. Hann er Austurríkismaður, lærði til læknis og notaði kunnáttuna í heldur betur vafasömum tilgangi í Mauthausen búðunum í Austurríki á tímum Síðari Heimsstyrjaldarinnar. Það er talið að hann búi í Chile en ef einhver rekst á hann á Laugaveginum eða í Kringlunni er sá hinn sami vinsamlegast beðinn um að reyna ekki að nálgast hann því hann á það til að sprauta í fólk bensíni eða appelsínulímonaði. Öruggara er að hringja í Símon Wiesenthal stofnunina og láta vita af þessum landafjanda á ferð.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


Bloggfærslur 10. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband