Snemma beygist krókurinn
12.6.2008 | 22:09
En það sem ekki kemur fram í fréttinni er hvernig þetta byrjaði allt.
Það getur nefnilegaa gengið á ýmsu þegar reynt er að fá yngstu kynslóðina til að
borða það sem er á boðstólnum og klára af disknum. Frakkinn sem hér er sagt frá var
orðinn langþreyttur á stríðinu í kringum matarborðið og þrjósku
sonarins sem vildi ekki klára matinn.
Hann sagði því við strákinn: Ég kæri þig til lögreglunnar ef þú
klárar ekki af disknum. (á frönsku að sjálfsögðu)
Strákur lét ekki segjast en til að kanna alvöruna á bak við orð föður
síns gekk hann niður á lögreglustöð og spurði: Hefur pabbi verið
hérna til að kæra mig fyrir að klára ekki af disknum?
Lögreglumaðurinn á vakt var fljótur að fatta um hvað málið snérist og
sagði: Mais Oui, vinur minn, hann gerði það.
Þá setti strákur í brýrnar og sagði hinn fúlasti: Það var týpískt
(le typical)
Hann kærir mig en svíkst sjálfur um að borga afnotagjaldið af
sjónvarpinu, keyrir um á óskoðuðum bíl og eimar spíra í kjallaranum.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
![]() |
Eftirlýstur maður handtekinn hér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Myndbirtingar
12.6.2008 | 10:41
Nú hafa birst myndir af sakborningi þessa máls í nokkrum fjölmiðlum. Það er búið að kveða upp dóm og konan sannanlega sek, en ég held að almenningi stafi ekki mikil hætta af henni. Ég sé ekki alveg tilganginn með því að birta af henni þessar myndir, þegar aðrir eru látnir óáreittir.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins
![]() |
13 sakfelldir í Tryggingastofnunarmáli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)