Ljóð dagsins
8.4.2008 | 13:16
Ég tigna það að sjá ykkur brosandi breitt
með bindishnút og blóm.
Við vonumst til að geta veitt ykkur það
sem hittir ykkur beint í hjartastað.
Ég segi við ykkur:
Allir út á gólf og syngjum einum róm.
Ég er syngjandi sveittur.
Stend hér í kvöld.
Á þessu ég aldrei verð þreyttur
þó líði ár og öld.
Vorið er komið og grundirnar gróa.
Dillið ykkur vilt og galið brosandi breitt
með bindishnút og blóm.
Við vonumst til að geta veitt ykkur það
sem hittir ykkur beint í hjartastað.
Ég segi við ykkur:
Allir út á gólf og syngjum einum róm.
Ég er syngjandi sveittur...
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vesaldómur
8.4.2008 | 11:58
Ég held líka að þeir sem gera svona séu svo miklir vitleysingar að þeir gera sér ekki grein fyrir afleiðingum svona árása, fyrir fórnarlambið, og jafnvel ekki hvaða áhrif þetta hefur á líf þeirra sjálfra.
Reyndar er dómskerfið svo lint að menn komast upp með ótrúlegustu hluti án þess að fá svo mikið sem "sveiattan". Það er eitthvað sem þarf að taka á.
![]() |
Börðu pilt með kúbeini |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýtt nafn á ríkisstjórnina
8.4.2008 | 11:42
![]() |
Árni: Gerist ekkert á næstunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Rosalega er gott...
8.4.2008 | 11:38
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Uppruni eldsins
8.4.2008 | 09:17
Hinir samtvinnuðu hringir og kyndillinn sem borinn er milli landa, eru einhverjar sterkustu táknmyndir Ólympíuleikanna. Uppruna ólympíueldsins má rekja aftur til hinna fornu Ólympíuleika í Aþenu þar sem heilagur eldur var kveiktur með sólarljósinu og látinn brenna við altari Seifs á meðan á leikunum stóð.
Það var svo fyrir Ólympíuleikana í Amsterdam árið 1928 sem eldurinn var kveiktur á ný, þrátt fyrir að fyrstu leikar nútímans hafi verið haldnir í Grikklandi árið 1896. Fyrir leikana í Berlín árið 1936 var svo tekin sú ákvörðun að hlaupa með eldinn um víða veröld eins og gert er í dag. Sagan segir að þessi siður að hlaupa með eldinn um borgir hinna ýmsu landa hafi verið fundinn upp af nasistum í áróðursskyni. Eldurinn er kveiktur með aðstoð spegils og sólar, við hátíðlega athöfn í Olympíu og þaðan er hlaupið með hann vítt og breytt um heiminn þar til hann nær landi í þeirri borg sem heldur leikana það árið. Loginn fær svo að brenna uns Olympíuleikunum lýkur.
Núna, árið 2008 gerðist það í fyrsta sinn í sögunni að eldurinn var slökktur á leið sinni frá Olympíu vegna mótmæla gegn gestgjafanum þetta árið, Kína. Í kjölfarið er tekin sú ákvörðun að því er virðist, að gera þetta sameiningartákn leikanna ósýnilegt almenningi.
![]() |
Ólympíueldurinn í Keflavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)