Snilldar viðbrögð...
6.4.2008 | 20:22
...svona á að bregðast við þegar hringt er í mann í óæskilegum söluhugleiðingum:
http://howtoprankatelemarketer.ytmnd.com/
(fengið að láni frá Sporðdrekastelpunni).
Myglusveppurinn
6.4.2008 | 15:11
Þau tíðindi hafa verið að berast að nokkur hús á háskólasvæðinu á Keflavíkurflugvelli séu haldin myglusveppi. Íbúar kvarta undan því að börn séu oft veik og rekja það til þessa sveppagróðurs.
Í Rödd Alþýðunnar fyrir viku heyrðum við í henni Bylgju Hafþórsdóttur sem sagði sögu sína af vágestinum sem eyddi húsinu hennar, myglusveppinum. Hún var ótrúlega æðrulaus þrátt fyrir að enginn virtist geta eða vilja hlaupa undir bagga, hvort sem um var að ræða tryggingafélag þeirra, viðlagasjóð, bjargráðasjóð, fyrri eigandi. Allstaðar hafa mætt þeim lokaðar dyr. Nú er komið að okkur, íslendingar hafa hlaupið undir bagga með fólki sem hefur misst allt sitt áður, og því miður er það þannig, eins og hún Sylgja Dögg frá Hús og heilsu sagði, þetta getur gerst hvar sem er. Myglusveppurinn laumast inn til okkar án þess að við verðum vör við það meira að segja, unir sér best í raka og er ekki svo auðveldur viðureignar þegar hann hefur skotið rótum.
Ég birti hér aftur reikningsnúmerið vegna söfnunarinnar fyrir Bylgju og fjölskyldu:
Reikningsnúmer 1102-15-9217, kt. 241064-5149.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ljóð dagsins
6.4.2008 | 12:34
Take it on the run - REO Speedwagon
Heard it from a friend who
Heard it from a friend who
Heard it from another you been messin around
They say you got a boy friend
Youre out late every weekend
Theyre talkin about you and its bringin me down
But I know the neighborhood
And talk is cheap when the story is good
And the tales grow taller on down the line
But Im telling you, babe
That I dont think its true, babe
And even if it is keep this in mind
You take it on the run baby
If thats the way you want it baby
Then I dont want you around
I dont believe it
Not for a minute
Youre under the gun so you take it on the run
Youre thinking up your white lies
Youre putting on your bedroom eyes
You say youre coming home but you wont say when
But I can feel it coming
If you leave tonight keep running
And you need never look back again
Heard it from a friend who
Heard it from a friend who
Heard it from another you been messin around
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Áhugi og skilningur er ekki nóg
6.4.2008 | 10:32
Dr. Tinna L. Ásgeirsdóttir, umsjónarmaður MS-náms í heilsuhagfræði við HÍ, segir stjórnvöld hér hafa sýnt greininni áhuga og skilning. Ég sé Geir Hilmar og Guðlaug Þór fyrir mér, lesandi greinina augljóslega af miklum áhuga meðan Tinna situr fyrir framan þá með hattinn sinn milli handanna, milli vonar og ótta um viðbrögðin. Þegar þeir kumpánar líta svo upp frá lestrinum brosa þeir sínu blíðasta til hennar og segjast nú alveg skilja það sem þarna stendur. Sem er auðvitað gleðiefni fyrir Tinnu og alla aðra sem láta þessi mál sig varða.
En það er ekki nóg að hafa áhuga og skilning. Það þarf líka að gera eitthvað. Það er ekkert endilega eingöngu á ábyrgð stjórnvalda, en það skín þó í gegn að ein mikilvæg ástæða þess að við erum að fitna er tímaleysi og hátt verð á hollum og góðum mat. Það er ekkert samasem merki milli mikillar vinnu og lífsgæða, en lífsgæði verða m.a. til þegar við getum notið þess að lifa lífinu án þess að eiga á hættu að vera búin að vinna eða éta okkur til óbóta fyrir fimmtugt. Þar kemur að ábyrgð stjórnvölda, þau hafa mikil áhrif á afkomu okkar með sköttum, beinum og óbeinum. Með skynsamlegri útfærslu þeirra væri hægt að auka innkomu okkar á skikkanlegum vinnutíma og jafnframt að lækka verðið á hollustunni. Það er líka stjórnvalda að ákveða hvernig tekið er á sjúkdómum, verðum við öll sjúkdómavædd meira og minna og öryrkt ofan í kaupið, eða geta stjórnvöld hjálpað þeim sem þannig verður ástatt fyrir af völdum óholls lífstíls, til góðrar heilsu á ný? Það er til lengri tíma þjóðhagslega hagkvæmara hefði ég haldið.
En... hvað sem því líður byrjar þetta flestallt í kollinum á okkur sjálfum. Við þurfum að ákveða að borða hollari mat og jafnvel minna af honum, við þurfum að ákveða að hreyfa okkur, við verðum að ákveða að sleppa nartinu, gosinu og allri óhollustunni sem er smám saman að breyta okkur í vörubíla með fætur.
Það heyrist oft sem ástæða fyrir hreyfingarleysi að það sé of dýrt að fara í líkamsrækt, en það eru til ódýrari leiðir og jafnvel bara hollari en dýru líkamsræktarstöðvarnar. Það kostar nefnilega nákvæmlega ekkert að fara í hörkugöngutúr í 30-40 mínútur á dag, sem er mun hollara en að hamast í svitafýlustokknum líkamsræktarsal. Það kostar ekkert að leggjast á stofugólfið og gera nokkrar magaæfingar og armlyftur. Það kostar lítið að kaupa sér sippuband og fara út og sippa, eða nota bara nefnt stofugólf. Svo kostar tiltölulega lítið að fara í sund. Auðvitað eru einhverjir sem eru orðnir það illa haldnir af offitu að þeir þurfa utanaðkomandi aðstoð og þá væri ástæða til að fólk í þeirri stöðu fengi fjárhagsaðstoð við að kljúfa kostnaðinn við að koma sér í gott form, það er nauðsynlegt því fólki og þjóðfélaginu öllu. Svo má auðvitað benda á það að sum ef ekki öll stéttarfélög styrkja sitt fólk sem vill notfæra sér líkamsræktarstöðvarnar. Þannig að leiðirnar eru margar og lausnirnar oft styttra undan en maður hyggur. Þetta er allt spurning um að breyta um lífstíl og það er erfiðast.
Ég er að spá í að byrja núna!
![]() |
Offitufaraldur á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Enn enn töffarinn fallinn
6.4.2008 | 09:04
John Charles Carter sem síðar tók sér nafnið Charlton Heston fæddist 4.október 1924. Hann hafði mikinn áhuga leiklist frá unga aldri og setti á fót, ásamt eiginkonu sinni, Lydiu, nokkurs konar einkarekið leiklistarhús í bænum Asheville í Norður Karólínu.
Fyrsta kvikmyndahlutverkið var í myndinni Dark City frá 1950 og eftir það varð ekki aftur snúið. Hann lék í mörgum af mestu stórmyndum þess tíma þar á meðal Ben Húr og Boðorðunum 10 þar sem hann lék sjálfan Móse. Síðar lék Charlton Heston í frægum kvikmyndum eins og Apaplánetunni, Soylent Green og stórslysamyndinni Earthquake frá 1974. Kvikmyndahlutverkin minnkuðu upp úr miðjum áttunda áratugnum, sennilega að eigin ósk leikarans sem lagði æ ríkari áherslu á hugðarefni sín í pólítík.
Hann var stuðningsmaður Johns F. Kennedy í kosningabaráttu hans árið 1960 og hafði stutt Adlai Stevenson fjórum árum áður.
Hann barðist hart fyrir mannréttindum, jafnrétti og bræðralagi, hann var mjög á móti McCarthy nefndinni á sínum tíma, barðist fyrir réttindum blökkumanna, barðist gegn Víetnam stríðinu, hann var mikill andstæðingur fóstureyðinga en varð þó illu heilli mest áberandi sem formaður NRA, National Rifle Assocation sem leggur áherslu á rétt manna til vopnaeignar og -burðar. Þó var hann aðeins í forsvari þar í fimm ár af þeim 83 sem hann lifði. Hann sagði eitt sinn á fundi samtakanna að ef andstæðingar byssueignar vildu taka af honum byssuna yrðu þeir að losa hana úr köldum, dauðum krumlum sínum. En reyndar var hann mjög áberandi og umdeildur talsmaður NRA, og hafði um árabil áður en hann varð formaður stutt byssueign með kjafti og klóm.
Charlton Heston hafði gerst æ íhaldssamari með aldrinum og snerist á sveif með Rebúblikönum og frá Demókrataflokknum í kringum 1980.
Það eru um það bil 10 ár frá því að heilsu Hestons fór að hraka, hann greindist með krabbamein árið 1998 og fjórum árum síðar tilkynnti hann að hann væri farinn að sýna merki Alzheimer sjúkdómsins. Heilsu Charltons Hestons hrakaði mjög síðastliðin tvö ár og hann lést í gær á heimili sínu með Lydiu eiginkonu sína til 64 ára sér við hlið.
![]() |
Charlton Heston látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 11:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Rosalega er gott...
6.4.2008 | 08:34
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hækkun um næstum heila bíóferð
6.4.2008 | 08:30
Það rann upp fyrir mér ljós rétt áðan. Svona bíóljós. Ég fattaði allt í einu að ég fer rosalega sjaldan í bíó. Alltof sjaldan því bíóferð getur verið ágætis skemmtun ef frá eru taldar 20 mínúturnar sem notaðar eru til að auglýsa flatbökur og fjallareiðhjól á undan bíómyndinni. Aftur á móti pirra sýnishorn úr væntanlegum myndum mig eiginlega ekki neitt, nema ef sýnishornapakkinn er alveg úr takti við myndina sem berja á augum, til dæmis ef maður er á barnamynd og það er sýndur fjöldi búta úr þeim ofbeldis- og spennumyndum sem bíóið hyggst sýna á næstunni. Eins og hefur gerst.
En svo sjaldan fer ég í bíó, og þá oftast í boði kvikmyndahússins starfs míns vegna, að ég veit eiginlega varla lengur hvað það kostar stunda þessa hollu skemmtun. Nema stundum um helgar hafa kvikmyndahúsin auglýst það sem þau hafa kallað Sparbíó. Ekki sparibíó, neinei, Sparbíó. Það á semsagt að vera ódýrara fyrir heilu fjölskyldurnar að fara í bíó saman á þeim sýningum sem kallaðar hafa verið Sparbíó. Um síðustu helgi kostaði hver miði á slíka sýningu 450 krónur. Sem þýddi að bíóferðin, fyrir utan popp og kók og allan þann pakka, kostaði 1800 krónur fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Vel sloppið svona miðað við annað á Íslandi.
Í helgarblöðunum núna sýnist mér verið að auglýsa nákvæmlega sömu myndirnar og um síðustu helgi, en núna kostar 550 krónur í Sparbíóið. Sem gerir 2200 krónur fyrir sömu fjögurra manna fjölskylduna og áður var nefnd. Semsé hækkun um næstum heilan Sparbíómiða fyrir fjölskylduna, fyrir viku hefði verið hægt að taka Sigga frænda með fyrir sama pening. Þetta er hækkun um rúm 22%. Á að mestu sömu myndir og fyrir viku, maður hefði kannski skilið hækkun á nýinnkeyptar myndir. Nei, menn eru fljótir að hækka allt þegar krónan fellur, en einhvern veginn virðist alltaf vera meiri tregða til að lækka vörunar þegar kvikindið styrkist aftur.
Það er ekki mikið dýrara, og sennilega ódýrara ef fjölskyldan kaupir slikkerí í bíóinu, að kaupa bara myndina á DVD og horfa á hana í heimabíóinu.
Ég fékk í hendurnar í gær upplýsingar um mjög skuggalega hækkun láns hjá einu lánafyrirtækjanna sem ég ætla að skoða betur og blogga um eftir að ég hef skoðað það betur. Það virðist vera sem einhvers staðar, jafnvel víða, hafi fyrirtæki nýtt sér panikástandið í þjóðfélaginu og hækkað vörur og þjónustu mun meira en sem nemur því sem hægt er að skýra með gengisbreytingunni. Verum á verði gagnvart slíku, það er allt reynt.