Skrýtin tilfinning
20.4.2008 | 11:05
![]() |
9 Finnar létu lífið í slysi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þvílík öndvegisvitleysa
20.4.2008 | 09:22
Greifafrúin fór á góðgerðarskemmtun. Hún át, drakk og dansaði langt fram á nótt. Í morgunsárið var hún á leið út í Rollsinn sinn þegar gamall flækingur vatt sér að henni. "Afsakið frú, gætuð þér gefið mér nokkra skildinga, ég hef ekki fengið mat í þrjá daga." "Ég er búin að eyða hálfri nóttinni í þig og þína líka," svaraði greifafrúin. "Fáið þið aldrei nóg?"
Nýja þernan var mætt í vinnu hjá hertogahjónunum í hinni stórkostlegu höll þeirra. "Eitt skiptir mig mjög miklu máli," sagði hertogaynjan með þung, "og það er að við maðurinn minn borðum alltaf morgunverð á slaginu klukkan átta." Nýja þernan kinkaði kolli og sagði:"Mér líst vel á það, hertogaynja. En ekkert vera að bíða eftir mér ef ég skyldi sofa yfir mig. Byrjið þið bara, ég er hvort eð er ekkert mikið gefin fyrir morgunmat."
![]() |
Prinsinn lenti í garði kærustunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 09:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Er ekkert að?
20.4.2008 | 08:55
Sumir hafa leyft sér að halda því fram í ræðu og riti að allt sé í lukkunar velstandi á Íslandi, við séum bara að upplifa örlitla niðursveiflu sem sé ekkert til að hafa áhyggjur af. Hreint ekki.
En eff við rýnum í tölurnar í fréttinni má gera því skóna að á síðasta ári hafi, ef við notum meðalstærð fjölskyldu, 438 manneskjur misst heimili sín, lítil börn eiga ekki lengur herbergið sitt og gamlar konur ekki lengur stofuna sína. Það er alltaf hægt að standa upp og segja "þessu fólki var nær, að standa ekki við skuldbindingar sínar." og það er kannski mikið til í því. En stundum verða skuldbindingar of erfiðar, eins og við vitum og fólki er ekki hjálpað nóg til að leysa úr sínum málum. Eftir stendur hnípið fólk í vanda en tölurnar birtast í Mogganum rétt eins og yfirlit um fjölda kinda í Auðkúlurétt eða um laxagengd í Eyjafjarðarál.
Á bak við hverja einustu tölu er fjöldi sálna, hundruð manneskja sem hafa kvalist af kvíða og sorg mánuðum og árum saman án þess að fá nokkra aðstoð við að koma sínum málum á hreint. Manneskjur skipta nefnilega svo litlu máli á Íslandi að því er virðist, peningar aftur á móti eru heilagir og vei hverjum þeim sem ætlar að fara illa með þá, okurvextir eru sjálfsagðir, lögbundnir meira að segja. Svo á venjulegt fólk í þessu landi að standa undir að borga vextina og bjarga bönkunum í leiðinni svo þeir fari nú ekki á hausinn, litlu greyin. Skítt með pöbulinn, það er hvort eð er nóg til af honum.
Finnst fólki það í lagi að á árinu 2008 skuli í Reykjavík einni 27 fasteignir hafa lent undir hamrinum?
Jóhannes úr Kötlum orti:
Hér er stríð og hér er mæða
hreppstjórinn og oddvitinn
sín á milli saman ræða
sumir kunna ekki að græða
viltu í nefið vinur minn
sumir kunna ekki að græða
viltu í nefið vinur minn
Blágrá eins og blóðið frjósi
bóndi og kona skima þar
börnin ugg sinn lát í ljósi
Leidd er kýrin út úr fjósi
sólin skín á skuldirnar
Leidd er kýrin út úr fjósi
sólin skín á skuldirnar
Gæta verður heildarhagsins
hamrinum ennþá syngur í
yfir glöðum gestum dagsins
glampar fegurð sólarlagsins
lóan syngur dirrindí
yfir glöðum gestum dagsins
lóan syngur dirrindí
![]() |
Fleiri nauðungarsölur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Særandi, illgirnislegt og óviðeigandi
20.4.2008 | 08:33
Ég hafði hugsað mér að nota myndina sem fylgir þessarri færslu með Ljóði dagsins hér að neðan. En þá uppgötvaði ég í hugskoti mínu að hún gæti verið særandi, illgirnisleg og algerlega óviðeigandi. Þannig að ég ákvað að hætta ekki á að verða bannaður hér og birti öllu hugglegri mynd af viðfanginu, leikaranum Roger Moore.
Ég var nefnilega að komast á snoðir um það hér: http://blekpenni.blog.is/blog/blekpenni/ að það styttist óðum í að allar skopmyndir og háðsádeila verða bönnuð (allavega á moggablogginu og þá styttist í að fleiri bregðist við með sama hætti). Ástæðan virðist vera sú að einhver sérfræðingurinn var að uppgötva að slíkar myndir gætu hugsanlega sært eða móðgað einhvern. Nú hljóta ljóskubrandararnir, brandararnir um klaufsku karlmanna, hafnfirðinga, Árna Johnsen, pólverja, finna, ameríkana, lækna, bankamenn, drauga, dýr, fína fólkið, forngripi, íþróttir, lögfræðinga, hótel, jólin, leikara, foreldra, sálfræðinga, lögguna, Guð og Jesú og síðast en ekki síst múslíma (þorði ekki að segja þetta mjög hátt) að heyra sögunni til.
Mikið rosalega verður þetta tómlegur heimur sem við lifum í eftir það. En öllu skal fórnað á altari pólitískrar rétthugsunar, út með allt sem gæti hugsanlega valdið einhverjum tilfinningaviðbrögðum hjá okkur, hvort sem það er gleði, sorg, hatur eða ást.
Það má vissulega glotta að þessari mynd en hún er engu að síður meiðandi. Eða hvað?
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 08:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ljóð dagsins
20.4.2008 | 08:15
Live and let die
When you were young and your heart was an open book
You used to say life and let life
(you know you did, you know you did you know you did)
But in this ever changing world in which we live in
Makes you give in and cry
Say live and let die
Live and let die
Live and let die
Live and let die
What does it matter to ya
When you got a job to do
You gotta do it well
You gotta give the other fellow hell
When you were young and your heart was an open book
You used to say life and let life
(you know you did, you know you did you know you did)
But in this ever changing world in which we live in
Makes you give in and cry
Ljóð | Breytt 21.4.2008 kl. 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)