Að vera boðið...

donaldivana...heim til sín í brúðkaup fyrrverandi konu sinnar getur hvergi gerst nema í sýndarveröld hinna frægu og ríku í Ameríku. Ég verð þó að kalla Donald lánsaman að vera boðið heim til sín, vonandi fær hann snittur og appelsín, ég held allavega að hann megi ekki drekka neitt sterkara.

Skyldi þessi ítalski athafnamaður vera svipaður og sumir starfsbræðra hans á Íslandi, svona wannabe? Hvað um það, Ivana virðist vera voða ánægð með ráðahaginn, en ég held að það verði annað hvort ægilega sorglegt eða hrikalega fyndið að sjá þau saman eftir 20 ár, en hún er 23 árum eldri en nýi eiginmaðurinn. Ef hjónabandið heldur svo lengi. En, krakkar, til hamingju samt...


mbl.is Ivana Trump á leið í hnapphelduna í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rosalega er gott...

OslooperaKöbenoperaReykjavikopera..að Oslóbúar skuli vera búnir að eignast svona fínt óperuhús. En hvað er þetta með óperuhús og vatn?
mbl.is Óperuhúsið vígt í Ósló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er ég hissa

0fluorEldri dóttir mín sem er í 10.bekk var að segja mér tíðindi. Í síðustu viku var krökkunum í skólanum víst gefinn flúor. Eitthvað sem ég hélt að væri löngu hætt að gera. Ég hef heyrt þá sem vit þykjast hafa á tala um skaðsemi þess fyrir líkamann að taka inn flúor með þeim hætti sem gert var í skólum um árabil. Nú á ég eftir að ræða við skólastjórnendur og komast að hvað er verið að gera en satt að segja rann mér kalt vatn milli skinns og hörunds við að heyra þetta. Málið verður rannsakað frekar. Meðfylgjandi skopmynd og það sem sagt er um flúor á Wikipediu segir sína sögu:

Flúor (úr latínu fluere, sem þýðir „að flæða“), er frumefni með efnatáknið F og er númer níu í lotukerfinu. Flúor er eitraður, græn-gulur, eingildur og gaskenndur halógen. Það er eitt efnahvarfgjarnast og rafeindadrægst allra frumefnanna. Í hreinu formi er það stórhættulegt og veldur efnabruna við snertingu við húð.

Húrra...

PaulSimon...ég hlakka til, hann að sjá og grúppuna.....
mbl.is Paul Simon heldur tónleika í Laugardalshöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Treystum á Björgvin

Hann er töffari og ég veit að hann mun þrátt fyrir að tilgangur ferðarinnar sé að stofna til frekari viðræðna við kínversk stjórnvöld um sameiginlega viðskiptahagsmuni og treysta viðskiptatengsl Íslendinga og Kínverja muni hann ekki liggja á skoðunum sínum um mannréttindabrotin í þessu stærsta landi veraldar.

Ef hann lendir í vandræðum sendum við Birgittu, Jón Val Jensson og alla vini Tíbet að bjarga honum.


mbl.is Viðskiptaráðherra fer til Kína í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vitfirringur - eða þegar ég lenti í löggunni

LadaLögreglan stöðvaði mig einu sinni í reglulegu eftirliti og af einhverjum ástæðum skoðuðu verðir laganna bæði mig og bílinn mjög vel. Eftir að skoðunnni lauk og ég stóð skömmustulegur fyrir framan þá sagði annar lögreglumannanna:

- Ég sé að hraðamælirinn er bilaður í skrjóðnum. Af hverju læturðu ekki gera við hann?

- Það er óþarfi. Ég veit alveg hvað ég ek hratt!

- Nú hvernig þá? Spurði þá lögreglumaðurinn og var greinilega ekki skemmt.

- Jú sjáðu, þegar ég keyri á fjörtíu þá skröltir í stuðaranum, á sextíu fara rúðurnar að skrölta og þegar ég ek á áttatíu þá skrölti ég.


mbl.is Tekinn á 150 km hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einhverjir fleiri eru vonlausir í kvennamálum

geitin...þegar þriðja hjónabandið fer í handaskolum og þeirri heittelskuðu er skipt út fyrir geit, er hugsanlega eitthvað að hjá eiginmanninum. Skemmtileg flökkusaga samt.
mbl.is Eiginkonuna fyrir geit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljóð dagsins

elo2The way life's meant to be 

Well, I came a long way to be here today
And I left you so long on this avenue
And here I stand in the strangest land
Not knowing what to say or do
As I gaze around at these strangers in town
I guess the only stranger is me
And I wonder (yes, I wonder)
Yes, I wonder (oh, I wonder)
Is this the way life's meant to be?

Although it's only a day since I was taken away
And left standing here looking in wonder
(It's your life, it's your life)
Ah, the ground at my feet, maybe it's just the old street
But everything that I know lies under
(It's your life, it's your life)
And when I see what they've done
To this place that was home
Shame is all that I feel
Oh, and I wonder (oh, I wonder)
Yes, I wonder (wonder, wonder, wonder, wonder)
Is this the way life's meant to be?

Too late, too late to cry
The people say
Too late for you, too late for me
You've come so far, now you know everything my friend
Look and see the wonders of our world...

And I wonder (oh, I wonder)
Yes, I wonder (yes, I wonder)
Is this the way life's meant to be?

As I wander around this wreck of a town
Where people never speak aloud
With its ivory towers and its plastic flowers
I wish I was back in 1981
Just to see your face instead of this place
Now I know what you mean to me
And I wonder (oh, I wonder)
Yes, I wonder (yes, I wonder)
Is this the way life's meant to be?

And I wonder (oh, I wonder)
Yes, I wonder, wonder, wonder, wonder
Is this the way life's meant to be?
Ooohh, I wonder
Oh, I wonder, wonder, wonder
Is this the way life's meant to be?
Oh, is this the way life's meant to be?
Mmmmm, is this the way life's meant to be?
I wanna know now
Is this the way life's meant to be?


mbl.is Barist í Bagdad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband