Evrópuverð

Í dag hef ég heyrt glymja í útvarpi auglýsingar frá Blómavali um eitthvað sem þeir kalla evrópuverð. Ef ég skil auglýsingarnar rétt þá þýðir þetta að viðskiptavinum verslunarinnar er þessa dagana boðið svipað verð og tíðkast í Evrópu. Þetta auglýsa þeir án þess að blikna. Eða skammast sín. Auðvitað ætti maður að vera svo mikil hæna að finnast frábært að verslun bjóði tímabundið það sem hugsanlega mætti kallast eðlilegt vöruverð. En svo fór ég að hugsa og ákvað að hætta að vera hæna um stund. Er þetta ekki bara yfirlýsing um það að Blómaval og hundruð ef ekki þúsundir annarra fyrirtækja, með fulltingi ríkisins, hamast við að hafa af okkur fé á hverri einustu stund, alla daga, allt árið um kring? Og reyna svo að slá á sársaukann með "evrópuverði", "vsk-fríum dögum" og öðrum vel upphugsuðum meðulum?

Jú. Þannig er þetta bara. Við höldum áfram að láta teyma okkur inn í verslanir og fyrirtæki sem selja vörur og þjónustu á himinháu verði og við verslum eins og við eigum lífið að leysa. Og tuðum svo á kaffistofunni. Eða á blogginu.


Já, er það?

0scorpioSporðdreki: Þú gerir þér grein fyrir að þú þarfnast ekki jafn mikils og þú áleist. Það er auðvelt að sleppa. Þótt þú sért fáranlega gjafmildur, er þér mjög mikilvægt að gefa.

Hvað???

0americangirlÉg skildi ekki þessa fyrirsögn, og gat varla stautað mig fram úr fréttinni. Annað hvort er ég orðinn lesblindur eða mbl er hætt að gera þá kröfu til starfsmanna sinna að þeir kunni íslensku.

En myndin hefur sjarma eins og fleiri myndir frá þessum tíma. Þó mér finnist nú svipurinn á sumum karlmannanna ekkert sérlega huggulegur.


mbl.is Lenti fyrir 57 árum á einni kunnustu ljósmynd 20. aldar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband