Reykingar eru auðvitað viðbjóður...
7.2.2008 | 14:53
...en þetta hljómar samt eins og ráðherra vilji slá sig til riddara. Skv. lögunum eru reykherbergi, vel loftræst og einangruð, leyfð á vinnustöðum. Alþingi er vinnustaður hvað sem fólki kann að finnast um vinnubrögðin þar. Aftur á móti er skýrt tekið fram í lögunum (eða reglugerðinni) að reykingar séu bannaðar á almenningsstöðum eins og skemmtistöðum, skólum, sjúkrahúsum og í fólksflutningatækjum. Einfalt og skýrt. Hitt er svo allt annað mál að auðvitað væri skynsamlegt að hafa samskonar reykherbergi á skemmtistöðum og ölstofum svo fólk þurfi ekki að híma úti í norðangarranum við þennan óholla óskunda.
Það herbergi þarf samt að vera þannig útbúið að þeir sem vilja ekki láta reykja sig eins og hangilæri komist hjá því.
Lokun reykherbergis á Alþingi er bara fyrirsláttur og sýndarmennska; það þarf að finna lausn fyrir skemmtistaðina sem allir geta sæst á.
![]() |
Vill láta loka reykherbergi á Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Úti er alltaf að snjóa
7.2.2008 | 11:27
Mér finnst nú yfirleitt mjög gaman þegar náttúruöflin gera vart við sig með þeim hætti sem þau hafa gert undanfarið. Það er búið að snjóa nokkuð hressilega í all nokkurn tíma, og snjókoman í nótt var alveg ekta. Það fór allt á kaf. Morguninn fór í að ýta bílum sem er alltaf ánægjulegt, einkum þegar maður er í svona góðu formi.
Mér finnst alltaf jafn magnað þegar menn reyna að leggja af stað út í umferðina á vanbúnum bílum, jafnvel afturhjóladrifnum sportbílum á sumardekkjum. Það er ekki nóg með að þeir sem láta sér detta slíkt í hug tefli sínu lífi og limum í hættu heldur er hættan sem samferðamönnum þeirra er búin jafnvel meiri. Þegar veðrið er eins og það er búið að vera undanfarið eiga menn bara að skilja bílinn eftir heima og taka leigubíl eða strætó.
Það er samt voða auðvelt að tala hátt um að taka strætó eða önnur almenningsfarartæki, því oft er nú ekki um auðugan garð að gresja í þeim efnum þegar veðrið verður svona. Það hverfa auðvitað flestir leigubílar og strætó gengur hægt og jafnvel illa.
Svo gerist ég bara bjartsýnn og vona að í kjölfar svona vetrar komi dásamlegt sumar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)