Zeitgeist í vikulokin
8.11.2008 | 08:41
Aðalgestur okkar Halldórs E í Vikulokunum á Útvarpi Sögu í dag er Guðjón Heiðar Valgarðsson.
Guðjón Heiðar er talsmaður 2000 manna Facebook hóps sem biðlar til Rúv um að sýna kvikmyndina Zeitgeist Addendum. Hann segir einhverja þeirra sem hafa skrifað undir áskorunina hafa opnað blogg á mbl.is til þess að kynna myndina. Í vikunni var mörgum bloggum þeirra lokað. Guðjón segist ekki vera reiður heldur hissa á viðbrögðunum. Guðjón segir kvikmyndina snerta á flestum flötum samfélagsins, hún fjalli um peningakerfið sem sé rót þess vanda sem nú ríki í heiminum.
Guðjón segist persónulega telja það vera lífsnauðsynlegt fyrir Íslendinga að sjá kvikmyndina. Hann segir að hann telji þær hugmyndir og upplýsingar sem komi fram í myndinni taki á rót þess vanda sem þjóðin standi nú frammi fyrir. Guðjón segir að hópurinn sé einungis að biðja um það að ein mynd verði sýnd og að þau séu nógu mörg til að réttlæta að það sé gert.
Auk heimsóknar Guðjóns fylgjumst við með mótmælum í miðborg Reykjavíkur, hlustendur velja mann vikunnar og James Bond verður að sjálfsögðu á sínum stað, svo eitthvað sé nefnt.
Sperrið eyrun og hlustið á Útvarp Sögu milli 13 og 16 í dag!
Bezta ávöxtunarleiðin - sú rússnezka?
8.11.2008 | 08:25
ЛИЧНО Я ВКЛАДЫВАЮ ДЕНЬГИ В ВОДКУ! ГДЕ ЕЩЕ МОЖНО ПОЛУЧИТЬ 40%?
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
![]() |
Glitnir keypti hluti í verslanakeðjum af Baugi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 08:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)