Veldur Pepsi Max ofskynjunum?

Ég hef séð nokkrar sjónvarpsauglýsingar um ropvatnið Pepsi Max, þar sem ungir menn eru í þann mund að framkvæma fífldirfskulegar æfingar sem ég mæli ekki með að nokkur maður reyni heima hjá sér. Rétt í þann mund sem ofurhugarnir eru að guggna á öllu hafaríinu heimta þeir Pepsi Max að drekka, þamba úr dósinni sem þeim er rétt og verða samstundis fyrir ótrúlegum ofskynjunum; sjá rómverska riddara, hnefaleikakappa og ég veit ekki hvað. Það er ekki nóg með að þeir sjái, heldur tala ofskynjanirnar til þeirra, sem er auðvitað háalvarlegt mál. Ofskynjanir þessar valda því að ofurhuginn lætur skeika að sköpuðu og lætur vaða. Með ófyrirséðum afleiðingum.

Það er næsta víst að Pepsi Max er stórhættulegt ofskynjunarlyf sem enginn ætti að neyta. Ef marka má auglýsingarnar um það að minnsta kosti.

Bloggfærslan er alfarið ábyrgð þess sem hana skrifar og það eru ofskynjanir af þinni hálfu ef þú heldur að einhver annar eigi að bera ábyrgð á henni. Allra síst ber Mogginn eða Moggabloggið ábyrgð á þessu bulli.


Bankarnir eru reknir á viðskiptalegum forsendum - gömul sannindi og ný

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins


mbl.is Stórviðskipti borin undir bankaráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband