Vá hvað rigningin er blaut
8.9.2007 | 19:48
Ég vona að þessi rosalega bleyta sem skellur á mönnum á Laugardalsvelli verði Íslendingum til framdráttar. Ekki veitir okkkur af. En ég er sannfærður um að strákarnir gera sitt besta og ná vonandi að kreista út eitt stig. Jafnvel þrjú. Nú ef við töpum má ekki gleyma því að spánverjar eiga nú barasta eitt bezta fótboltalið veraldarinnar. Það er svosum engin skömm af að tapa fyrir svoleiðis liði.
Go boys!!!
![]() |
Íslendingar og Spánverjar skildu jafnir, 1:1 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 9.9.2007 kl. 08:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Pirringur er þetta...
8.9.2007 | 16:04
..bæði í nágrannanum sem amast við tónlist í bíl, og Foxy sem slær hann utanundir með farsímanum sínum. Vonum bara að þetta hafi ekki verið gamall Motorola hlunkur frá 1997. Þá hefði nágranninn stórslasast.
![]() |
Foxy Brown dæmd í árs fangelsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fávitar
8.9.2007 | 14:25
Afsakið orðbragðið en þetta er bara það fyrsta sem mér datt í hug eftir hremmingar morgunsins.
Við fórum í IKEA verzlunina risavöxnu í morgun, og lögðum bílnum í bílastæði nærri byggingunni. Þetta stæði var sérvalið vegna þess að öðru megin var kantur og engin hætta á bíl þeim megin, og þar af leiðandi hægt að leggja býsna fjarri bílnum hinu megin, sem ég og gerði. Þeim megin stóð gamall vínrauður Mercedes Benz E, og vegna þess hversu langt hann var frá okkar bíl tók ég ekki niður númerið á honum. Fjarlægðin dugði þó ekki til þess að vernda Avensisinn því þegar við komum út eftir rúmlega klukkustundar rölt um óravíddir IKEA var komin stór hurðaopnunar-rispa í vinstri afturhurðina á bílnum! Stór rispa en sem betur fer ekki beygla. Það er alveg gersamlega óþolandi að fólk skuli ekki geta gengið inn í druslurnar sínar án þess að skemma næsta bíl, og þessum fávita sem gerði þetta til upplýsingar kostar um það bil 30-40 þúsund krónur íslenskar að laga það sem tók hann sekúndubrot að skemma!! Það veit ég því ég er nýbúinn að punga þeirri upphæð út fyrir viðgerð á sömu hliðinni. Dýr Ikea ferð það. Best bara að kaupa sér gamla druslu og hætta að spá í þetta.
Nú, en töfrum reykvískrar umferðar var hvergi nærri lokið, því næst lá leiðin í BYKO í Breiddinni. Þar er fremur þröngt bílastæði miðað við umfang verslunarinnar. Ég stoppaði í götunni sem liggur fyrir ofan verslunina og gaf stefnuljós inn á planið því þar voru tveir bílar að fara úr stæðum, og örlitlar tafir af þeim sökum. Við slíkar aðstæður þýðir ekkert annað en að bíða því ekki þýðir að troðast inn á milli, skilar engu. En hvað gerðist? Jú ökumaður bílsins fyrir aftan mig, sem var á grænum, gömlum Toyota RAV4 ruddist framhjá mér, þó hann hlyti að sjá að ég var með blikkandi stefnuljós til vinstri. Það þarf ekki að spyrja hvernig hefði farið ef ég hefði beygt um leið og þessi fáráðlingur ákvað að bruna framhjá og hver hefði þá verið í rétti? Ha? Ha? Ef þú ert að lesa þetta, ökuníðingurinn á Ravinum, þá skaltu vita að þetta er ekki eðlileg hegðun í umferðinni! Og ekki gott uppeldislega fyrir dóttur þína sem sat í aftursætinu. Langt í frá.
Þessi tvö dæmi eru bara örlítið brot af því sem er að gerast í umferðinni í borginni á hverri mínútu, hverjum klukkutíma, allan sólarhringinn. Dæmin eru mýmörg og það hafa örugglega allir einhvern tíma lent í einhverju fáránlegu, pirrandi eða stórhættulegu í umferðinni. Það er stundum bara heppni að komast í gegnum daginn.
Tökum okkur á! Plís.
Mögnuð mynd!
8.9.2007 | 09:28
Ég er sammála kvikmyndagagnrýnanda Morgunblaðsins í flestu. Þarna er á ferðinni mjög áhugaverð mynd, með merkilegan og reyndar magnaðan söguþráð sem mun að einhverju leyti byggður á reynslu Guðnýjar sjálfrar. Þarna er vakin athygli á málum sem enn grassera í þjóðfélaginu, sifjaspellum, illri meðferð á börnum, upplognum sakargiftum og fleiru og fleiru og fleiru. Sláandi saga. Framvindan er góð, persónur vel skapaðar og trúverðugar flestar, andrúmsloft og umhverfi magnað og tekst vel að skapa tíðaranda hippatímans. Að minnsta kosti að því litla sem ég man þann tíma. Ég fékk smá flassbakk í það minnsta. Það hefði líka verið töff að tölvugera Hallgrímskirkju hálfbyggða í því eina atriði sem hún sást, en kannski of dýrt. Og þá komum við að því eina sem truflaði mig. Ef ég er ekki farinn að þjást af sjóntruflunum og heyrnarskerðingu var eitthvað flökt í lýsingu og stundum heyrði ég ekki hvað leikarar sögðu, reyndar mjög sjaldan, en því miður einu sinni á ögurstundu. Annað fannst mér nú ekki að. Tónlistin var yfirleitt mjög góð, reyndar á köflum örlítið yfirgnæfandi en mjög flott.
Og þá kemur að því jákvæðasta: Leikararnir voru frábærir. Hvert einasta hlutverk stórvel skipað og allir mjög sannfærandi í sínu. Alveg sama hvort um þrautþjálfaða eða nýgræðinga var að ræða, flott frammistaða hjá öllum.
Mér finnst að þeir sem að þessarri mynd standa eigi klappið fyllilega skilið.
Ég get ekki annað en mælt með að allir sem á annað borð fara einhvern tímann í bíó geri það, og jafnvel þeir sem sjaldan fara, því þetta er ein af þeim myndum sem snertir við manni, skilur eitthvað eftir þegar út úr myrkvuðum salnum er komið og heldur áfram að valda manni vangaveltum lengi á eftir.
![]() |
Klappað þar til ljósin voru kveikt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er þetta ekki ástæðan?
8.9.2007 | 09:08
Alltaf tekst okkur íslendingum að haga okkur eins og villimenn. Það er eins og sumum okkar takist til dæmis aldrei að standast freistinguna að svindla á kerfinu með einum eða öðrum hætti. Um leið og finnst smuga þá er það gert. Kannski er það að sumu leyti vegna þess að ýmis kerfi virðast hygla einum en ekki öðrum og þeir sem ekki fá hyglinguna (er það orð, annars?) reyna allt til að komast í hópinn. Þetta leiðir smám saman til þess að hyglingin verður aflögð eða gerð fáránleg, eins og að þurfa að hafa sérstaka eftirlitsmenn í strætó. Kommon!
Eðlilegast væri að allir fengju frítt í strætó, eða að gjaldtaka fyrir notkun þessarra gulu vina okkar væri þannig að efnahagnum stæði ekki stórhætta af henni.
![]() |
Svindl með strætókort stóreykst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)