Baráttan gegn nauðgunarlyfjunum

Bloggarinn Heiða hefur verið að berjast hatrammi baráttu gegn nauðgunarlyfjum þeim sem óprúttnir menn hafa verið að lauma í drykki fólks á skemmtistöðum með hræðilegum afleiðingum fyrir fórnarlambið! Hún hefur farið þess á leit við bloggara að styðja hana í baráttunni og geri ég það með glöðu geði því öllu góðu fólki hlýtur að hrjósa hugur við þessarri skelfilegu hegðun. Hér er texti Heiðu óbreyttur:

Eins og nokkur ykkar hafa kannski tekið eftir, hef ég verið að kynna mér svefnlyfið Flunitrazepam  undanfarið. Flunitrazepam er sama lyf og Rohypnol, engu breytt nema nafninu, og hefur verið þekkt sem nauðgunarlyf í mörg ár. Ég hef leitað eftir svörum og almennum upplýsingum um lyfið undanfarið og niðurstöðurnar eru sláandi.

Þetta tiltekna svefnlyf hefur enga sérstöðu sem er til bóta fyrir þá sjúklinga sem þurfa á svefnlyfi að halda. Á markaðnum eru tugir svefnlyfja sem gagnast sjúklingum alveg jafn vel  og sem ekki hafa þá "kosti" sem nauðgarar sækjast í, þ.e. minnisleysi og almennt rænuleysi til að veita nauðgara mótspyrnu.

Augljósasti kostur lyfsins er að sjálfsögðu sá að nauðgarar geta verið nokkuð vissir um að  fórnarlambinu er nánast ómögulegt að kæra eða framfylgja kæru vegna þessa minnisleysis. Lyfið er stundum notað við dáleyðslu vegna þess að það er nánast hægt að fá fólk til að gera hvað sem er undir áhrifum þess.

Hérna koma linkar á fyrri skrif mín um lyfið og svör Landlæknis. En óvísindaleg könnun mín á því hversu algengt það er að lyfinu sé laumað í drykki kvenna á skemmtistöðum borgarinnar kom mér á óvart.. þrátt fyrir að ég hafi verið nokkuð viss um að þetta sé miklu algengara en fólki grunar svona almennt.
Rohypnol 1

Rohypnol 2

Svör Landlæknisembættisins

Sem konu og móðir tveggja dætra er mér mikið í mun að þessum óþverra sé hent út af lyfjaskrá hér á landi. Á árinu 2006 var rúmlega 11.000 skömmtum ávísað af lyfinu. Samkvæmt upplýsingafulltrúa Lyfjastofnunnar er best að koma svona málum á framfæri til Lyfjastofnunar, sem síðan leggur þau fyrir Lyfjanefnd.

Læt fylgja póstinn sem ég sendi í dag á netfangið lyfjastofnun@lyfjastofnun.is

Ég vona að sem flestir láti heyra frá sér, karlmenn og konur. Því fleiri sem senda þeim beiðni/kröfu um að lyfið sé tekið af skrá því betra!

 

Lyfjastofnun Ríkisins

Svefnlyfið Flunitrazepam hefur enga jákvæða virkni fyrir þá sjúklinga sem neyta þess fram yfir þá tugi annara svefnlyfja sem eru á lyfjaskrá.

Virka efnið í lyfinu hefur þó þau neikvæðu áhrif að af því skapast algjört minnisleysi og getuleysi til að greina umhverfi sitt. Þessi atriði hafa valdið því að lyfið hefur þann vafasama heiður að vera þekkt sem "nauðgunarlyf" (Date-Rape). Lengi hefur tíðkast, hér á landi sem annars staðar, að lauma því í drykki kvenfólks til að ná fram áðurnefndu minnis- og getuleysi og ef allt fer samkvæmt áætlun fylgir nauðgun í kjölfarið. Það er nánast ógerlegt fyrir fórnarlamb þessa að kæra til lögreglu sökum minnisleysis.

Árið 2006 var Flunitazepam ávísað í ríflega 11.000 skömmtum. Þar sem lyfið hefur enga sérstöðu til bóta fyrir þá sjúklinga sem nota það fer ég þess á leit að Flunitrazepam verði tekið af lyfjaskrá hér á landi hið snarasta.

Öryggi stúlkna/kvenna hlýtur að vega þyngra en svo að nauðsyn teljist til að hafa þetta hættulega lyf í umferð.

Svo bætir Heiða við:

Vil taka það skýrt fram fyrir þá sem nenna ekki að lesa allt sem er að finna þarna í linknum, að ég kynnti mér málið mjög vel á sínum tíma
Allir fagaðilar sem ég talaði við, þ.m.t. Landlæknir og aðst.Landlæknir sögðu að það væru mörg svefnlyf á markaði sem gætu komið í stað Flunitrazipam.
Það væri nauðsynlegt að það væri til á sjúkrahúsum þar sem þetta er notað sem "kæruleysislyf" þegar fólk gengst undir svæfingar. En það er töluvert af lyfjum sem eingöngu eru notuð á sjúkrahúsum og eru þá bara merkt sem slík og ekki hægt að ávísa þeim utan sjúkrahúsa.

Auk þess ræddi ég við yfirlækna nokkurra deilda Háskólasjúkrahúsa og allir sem ég ræddi við voru sammála um að þetta lyf væri ekki nauðsynlegt.

Ég ræddi líka við nokkra starfsmenn Slysamóttöku, lögreglunnar og Stígamóta. Allir þessir aðilar voru sammála um að það væri töluvert um dæmi þar sem greinilegt væri að lyfinu hefði verið notað við nauðganir. En augljóslega lítið um að nauðganir með Flunitrazipam séu kærðar... fórnarlambið man ekki neitt til að kæra.

 

 

 


Hlakka skelfing til

Astropia_veggspjaldLeikstjóri og annar handritshöfunda Astrópíu voru í viðtali hjá mér á dögunum og það sem ég heyrði hjá þeim lofar meira en góðu. Stóru atriðin tekin í cinemascopa, hasar og grín. Hvað meira er hægt að biðja um í einni bíómynd? Æ jú örugglega margt, en þið vitið hvað ég meina. Það á bara að vera gaman að fara í bíó, maður á að gleyma sér í einhverjar 90 mínútur og fara út úr myrkvuðum salnum með sálina í aðeins betra skapi en hún fór inn. Og poppmylsnu í tönnunum.
mbl.is Astrópía vel lukkuð að mati gagnrýnanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óprúttnir???

Getur það virkilega verið að þjófarnir séu óprúttnir? Greinilega skuggalegt lið frá Austur-Evrópu sem ætlar sér að stela öllum skartgripum íslendinga. Nú skulum við vara okkur, einkum ef vel klæddur maður tekur upp seðlabúnt, veifar því og hleypur svo út í ljósgráa BMW bifreið. Þeir eru verstir sem þannig haga sér.
mbl.is Varað við óprútnum skartgripaþjófum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei

Ég vil ekki skrifa neitt um þetta - þetta  er of óhugnanlegt.
mbl.is Barnslík finnast á heimili í Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Önnur hugmynd

shitfacedHvernig hefði verið að leyfi kælinum að vera og sleppa því í staðinn að selja drukknu ógæfufólki kaldan bjór? Er ekki nóg af veitingastöðum á svæðinu sem sérhæfa sig í því hvort eð er?
mbl.is Borgarstjóri: Mín vegna má setja kælinn upp aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að falla í vinsældum

NærurÞað eru hræðileg örlög að hafa verið kominn í 18. sætið á þessum undursamlega blogg-vinsældalista og hrapa svo lóðbeint niður í það 28. Ég er gráti næst. Hvað þarf að gera til að verða alveg hrikalega, ægilega, ofsalega vinsæll hér?

Vera með flotta mynd í persónupplýsingunum? Reyndi það í gær og var kallaður Móses. Reyndar ekki leiðum að líkjast. Blogga örstutt um hverja frétt? Nenni því ekki alveg, hef ekki svo víðfemar skoðanir. Og þó. Semja skáldsögu eða örsögur um kynlíf vinafólks míns, nágranna og samstarfsfólks? Gæti virkað. Vera með sætar og krúttlegar lýsingar á atferli konu, barna, páfagauks og hunds? Hugsanlega. Búa mér til gríðarlega ofsafengnar stjórnmálaskoðanir og standa fastar á þeim en gangstétt og vera jafn þver og húsveggur? Já!!!

Eða....

Held samt að ég haldi bara áfram á svipuðum nótum og sjái bara til. Svona vinsældir eru bara aukaatriði hvort eð er.

Takk fyrir að  lesa, þeir sem nenna.


Hugmynd

Að lokunum á sögunni hennar Jónu Á. Þar sem kennara blókin situr sofandi í sófanum, sofnaður yfir sjónvarpinu, kemur konan heim, hundpirruð eftir fund sinn við auðkýfinginn, missir stjórn á skapi sínu og kveikir í typpinu á bónda sínum. Bara hugmynd.
mbl.is Bar eld að viðkvæmum stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tinni vinur minn

tinni2TinniÞegar ég var gutti var Tinni einn besti vinur  minn. Ég eignaðist allar bækurnar um leið og þær komu út og sökkti mér í ævintýraheim þessa knáa blaðamanns. Ég var ekkert að spá í hvort hann þyrfti að vera í vinnunni né af hverju hann ætti ekki kærustu. Það skipti engu máli. Ævintýrið var aðalmálið. Mér fannst Svaðilför í Surtsey einhvern veginn skemmtilegasta bókin alltaf. Kannski af því hún gerðist að miklu leyti á Bretlandseyjum sem hafa heillað mig frá unga aldri. Veit ekki af hverju. Mér fannst fyrstu - eða elstu - bækurnar samt alltaf fremur hallærislegar. Ekki eins vandað til persónusköpunar og teikningar allar einfaldari. Börn síns tíma. Tinni í Kongó er einmitt ein af elstu bókunum. Ég held samt að ég hafi ekki beðið einhverja sálarhnekki af að lesa þessar bækur, í mínum huga voru þetta bara ævintýri og áttu ekkert með raunveruleikann að gera. Þó þær væru vel teiknaðar.

Það að halda að svona bækur ýti undir kynþáttafordóma einar og sér er auðvitað bara fordómar í sjálfu sér. Það þarf svo miklu meira til. Ef ég lít í eigin barm tel ég mig einmitt frekar víðsýnan og fordómalítinn mann og þakka það mikið til öllum þeim aragrúa bóka sem ég las í æsku, Tinni þar með talinn.

Látið Tinna vin minn í friði. Hann er orðinn svo gamall!


mbl.is Tinni sleppur við bann í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um að gera

Að borgin kaupi alla kumbalda í miðborginni og sjái svo til hvort ekki sé hægt að gera eitthvað með þá einhvern tíma í framtíðinni!
mbl.is Vilja að Reykjavikurborg kaupi Laugaveg 4-6
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landkönnuður óskast

dungeon....til að fara í dimma og drungalega neðanjarðardýflissu, hátt uppi í fjalli. Hér reynir á hugrekki, manndóm og útsjónasemi. Innandyra úir og grúir af fornum munum sem hafa hlaðist upp gegnum aldirnar, fylla dýflissuna svo að hvorki sést til lofts né til gólfs. Það er ekki einu sinni víst að slíkt sé að finna þarna á þessum voðalega stað.

Þarna er myrkur og meinlegir skuggar hvarvetna. Eina lýsingin er af ljósgjafa sem horfinn er í ryk og skít og svo vel falinn að enginn hefur komist að honum í áraraðir.  Það er ekki vitað hvort innandyra leynist einhverjar óvættir sem gætu bitið og klórað jafnvel hina hugrökkustu af þeim hugrökku.

Hlutverk landkönnuðarins er að ráðast til inngöngu, moka út öllu hinu forna drasli og finna út af hyggjuviti sínu hvað sé hægt að nýta og hvað sé til þess eins að valda mönnum skaða og tjóni. Sumt af þessu sem þarna liggur er þeirrar náttúru að eigendur dýflissunnar vilja halda því, eiga það til framtíðarnota í hinum illu  framtíðaráætlunum sínum.

Hér þarf djarfhuga einstakling sem lætur sér ekki bregða við að mæta hræðilegum óvættum, ókennilegum hlutum og ógnvænlegum atburðum.

Efist eigi. Það þarf alveg einstaklega hugrakkan einstakling til að taka til í geymslunni.


Næsta síða »

Bloggfærslur 23. ágúst 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband