Myndband dagsins
23.8.2007 | 09:12
Árið 1983 birtist skyndilega á sjónarsviðinu mjög sérstök skosk hljómsveit sem hét Big Country. Þeir blönduðu á meistaralegan hátt saman þjóðlegum hljóðfærum og hljóðfærum rokkhljómsveitarinnar. Myndbandið sem hér birtist er við eitt af þeirra flottari lögum sem heitir In a big country. Heyrið hvernig þeim tekst að láta gítarinn hljóma eins og sekkjapípa. Ég hafði hugsað mér að segja ykkur sögu Stuart Adamsson, aðalsprautu sveitarinnar, en hún er sennilega of þunglyndisleg. Njótið bara lagsins.
http://www.youtube.com/watch?v=wTqwaTXdPPQ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)