Líður okkur betur?
22.8.2007 | 19:01
Núna, en fyrir 25 árum þegar það var miklu erfiðara að fá lán? Þegar fólk mætti í sínu fínasta pússi til bankastjórans og bað um milljón þegar það vantaði fimmhundruðþúsund og beið svo dögum saman eftir svarinu?
Núna getur maður fengið lán hvar sem er, þeim er otað í andlitið á okkur hvar sem við komum, og söngurinn byrjar strax við fermingu, heldur áfram gegnum menntaskólann og út úr honum skríður fólk sem skuldar meira en foreldrar okkar skulduðu kannski alla ævina. Það þarf að eignast allt og það þarf allt að vera svo flottast og fínast. Og besta leiðin. Fá lánað fyrir því.
Ef okkur gengur svo eitthvað brösulega að borga af þessu, þá hverfur fallega sölumannsbrosið af andliti bankans, fagurlega orðuðu frösunum um velgengni viðskiptavinarins er stungið undir stól og allt sent beinustu leið í innheimtu.
Þá verður lítið gaman að öllu fallega glingrinu og dótinu. Stundum er minna bara meira.
![]() |
Yfirdráttarlán í sögulegu hámarki og gengisbundin lán heimila vaxa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hvað hefði íslenskur pólítíkus gert?
22.8.2007 | 15:40
Hann hefði mætt í nokkur viðtöl í fjölmiðlum, farið á fund formanns flokksins, hefði bullað í nokkrar hringi um málið og hefði litlu síðar verið orðinn varaformaður flokksins og sestur í bankaráð Seðlabankans auk borgarstjórastólsins.
Litlu síðar hefði hann fengið fálkaorðuna fyrir vel unnin störf á vinnutíma.
Eða hvað?
![]() |
Borgarstjóri Óslóar sagði af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vá svakalegt!
22.8.2007 | 11:48
![]() |
Kviknaði í bifreið eftir tvær veltur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Myndband dagsins
22.8.2007 | 09:10
Þýska hljómsveitin Alphaville hét upphaflega Forever young, en breytti nafninu árið 1984. Sama ár og stærstu smellir þeirra, Big in Japan og Forever young komu út. Big in Japan komst víða í efstu sæti vinsældalista enda ágætissmellur. Alphaville er enn starfandi en ekki hafa heyrst mikil tíðindi af afrekum þeirra á tónlistarsviðinu.
http://www.youtube.com/watch?v=mXPUkrz7Uow
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Elsku besti Bush
22.8.2007 | 09:01
![]() |
14 bandarískir hermenn fórust í þyrluslysi Írak |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vonbrigðin
22.8.2007 | 08:03
Skólinn byrjar á morgun.
Litla stelpan, nýorðin sex ára hlakkaði ógurlega til síðasta leikskóladagsins. Hann verður svo skemmtilegur. Hann verður frábærlega skemmtilegur. Kveðjudagurinn.
Síðasti leikskóladagurinn er nefnilega alltaf svo sérstakur. Hún vissi nefnilega að börnin sem hætta í leikskóla fá alltaf góðan kveðjudag.
Hún var fyrir löngu búin að ákveða að gefa leikskólakennurunum sínum gjöf, blóm og konfekt. Mamma átti sko að hjálpa til við að velja og síðan myndu þær laumast inn með gjöfina í lok dags og koma öllum á leikskólanum á óvart.
Síðasta leikskóladaginn klæddi litla stelpan sig í aðeins fínni föt en vanalega því maður setur ekki á sig kórónu við gallabuxur og bol, það gengur ekki. Sætt pils og blússa varð fyrir valinu. Maður verður að vera fínn á svona sérstökum degi.
Skólinn byrjar nefnilega á morgun.
En síðasti dagurinn varð eitthvað skrýtinn, að minnsta kosti öðruvísi en hún hafði gert ráð fyrir. Hann var bara venjulegur. Það var gert það nákvæmlega það sama og vanalega, öll börnin fóru út að leika, matur á sínum tíma, hvíld á sínum tíma og enginn nefndi að litla stelpan væri að hætta á leikskólanum. Litla stelpan varð smám saman svolítið leið. Það var engin kóróna heldur. Engin kóróna.
Leikskólakennararnir fóru að tínast heim einn af öðrum, vinnudegi að ljúka en þeir skildu ekki af hverju litla stelpan sem alltaf var svo kát virtist eitthvað döpur. Vonandi var ekkert að heima. Það væri kannski allt í lagi að spyrja hana á morgun ef hún yrði ekki orðin kátari. Það þarf að komast að hvort allt sé ekki í lagi hjá litlu stelpunni.
En skólinn byrjar á morgun.
Þegar mamma kom að sækja litlu stelpuna eftir að hafa ekið um bæinn þveran og endilangan í leit að réttu gjöfunum var bara einn kennari eftir á deildinni. Litla stelpan fór út með mömmu sinni að sækja gjöfina. Þegar þær komu með hana inn varð kennarinn auðvitað alveg hissa og tók við gjöfinni. En þetta var samt allt einhvern veginn öðruvísi en litla stelpan hafði hugsað sér. Það voru næstum allir farnir.
Litla stelpan fór heim með mömmu sinni með pínulítinn sting í hjartanu sínu. Síðasti leikskóladagurinn kemur aldrei aftur.
Og skólinn byrjar á morgun.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)