Til hamingju

..gamla kona. Þetta sýnir og sannar að það er aldrei of seint að snúa sér að lærdómnum á nýjan leik.

Hún hefur ekki verið í skóla síðan 1925 og sennilega hefur nú eitt og annað breyst í menntakerfinu síðan þá.

Frábært framtak.


mbl.is 94 ára amma útskrifast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Iss, þetta er ekkert.

Þessi ferð var þó ekki jafn endaslepp og sú sem ég heyrði af fyrir nokkrum mánuðum. Þar sagði af breta nokkrum sem var búinn að safna árum saman fyrir ferð umhverfis jörðina, og hugðist hann fara hana á húsbíl. Hann ætlaði að sjá alla veröldina og verja nokkrum árum til þess. Þegar nálgaðist fyrirhugaðan brottfarardag seldi hann húsið sitt og bílinn og allt annað sem annars yrði bara byrði á honum í heimsreisunni. Allar orginal bítlaplöturnar og Dallas-safnið ásamt fleiru ómetanlegu var selt fyrir slikk.

Hann keypti sér eðalhúsbíl fyrir afraksturinn og átti auðvitað skotsilfur til að duga þann tíma er ferðin ætti að taka. Hann átti líka slæðing af vinum, og í kveðjuskyni bauð hann þeim á krána kvöldið áður en heimsreisan skyldi hefjast. Auðvitað fékk sinn maður sér talsvert í tána og bauð vinum sínum dágóðan slurk líka, og allir glöddust ógurlega. Viðstaddir urðu vel drukknir og söguhetja vor ekki síst.

Morguninn eftir skreið hann svo upp í húsbílinn og ók af stað. Hann var rétt kominn að fyrsta hringtorginu þegar lögreglan stöðvaði hann, lét hann blása í blöðru, svipti hann ökuleyfinu á staðnum til tveggja ára. Þetta kallar maður endasleppa heimsreisu svo ekki sé meira sagt!


mbl.is Endaslepp sjóferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andskotakornið! Öfund...

cowshit...eða einhver önnur tilfinning grípur lævísum klóm sínum um mig þegar ég hlusta á í útvarpinu upptalningu á tekjum íslendinga. Þar er sagt frá hýru fólks sem með einhverri aðferð sem mér er gersamlega hulin hefur komið sér í þá stöðu að hafa laun sem hljóma upp á þrjár til sextán milljónir á mánuði. 

Svo grípur mig einhver önnur tilfinning sem mig grunar að heiti reiði - reiði yfir ósanngirni veraldarinnar. Meðan einn maður fær margar milljónir fyrir að mæta á skrifstofuna sína og hefur svo mikla peninga milli handanna að hann hefur varla tíma til að eyða því öllu (enda gerir hann það ekki, þetta safnast auðvitað bara fyrir) þá er til fólk eins og ein kona sem ég kannast við, sem þarf að lifa á bótum sem ákveðnar eru af ríkinu. Það væri nú kannski í sjálfu sér ekki svo agalegt, en þegar hún er búin að borga leiguna sína og aðrar skyldur um hver mánaðamót, þá á hún 8000 kr. eftir til að borða, kaupa bensín á 12 ára gamla bílskrjóðinn sinn, kaupa sér föt og skófatnað, og annað sem þarf til að lifa. Það segir sig náttúrulega sjálft að þarna er ekki lifað miklu lúxuslífi. Þvert á móti!!!

Það er ekkert að eðlilegri umbun fyrir vel unnin störf, og það er hagfræðileg staðreynd að starfsmenn eru misverðmætir, en væri ekki hægt að deila allri þessarri auðlegð aðeins jafnar á milli okkar, þegna þessarrar örsmáu þjóðar?

Kannski er ég bara barnalegur.


Bloggfærslur 2. ágúst 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband