Þetta finnst mér flott
18.8.2007 | 20:30
Einhver dularfullur sjarmi yfir þessu. Ég er auli og kann ekki að setja inn myndbönd (ennþá) og læt slóðina bara fylgja með. Vona að mér sé fyrirgefið það.
http://www.youtube.com/watch?v=gHl0l9sJSMg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1987
18.8.2007 | 20:27
Árið 1987 var rosalega gott og skemmtilegt ár. Get ekkert útskýrt í stuttu máli hvers vegna, mér bara fannst þetta þá og þykir enn. Meðal þess sem gerðist þetta ár var að Kringlan hóf starfsemi sína, fyrsta slíka verzlanamiðstöðin á Íslandi.
Í dag var heilmikil hátíð í Kringlunni til að halda upp á 20 ára afmælið. Það er hrikalegt til þess að hugsa að Kringlan sé á svipuðum aldri og ég var þegar hún opnaði.
En hvað um það, við vorum á vappi í Kringlunni í dag þegar nokkrir leikarar stigu á svið og áttu að sýna tízkuna frá þessu herrans ári 1987. Það mistókst svolítið fannst mér. Það voru ekkert allir klæddir eins og geðsjúklingar á níunda áratugnum. Það sem efst var á baugi í tízku ársins 1987 á Íslandi, voru snjóþvegnar og steinþvegnar gallabuxur, og flestir strákar voru í röndóttum skyrtum. Auðvitað voru herðapúðarnir og blásna hárið á sínum stað. Fötin sem leikararnir klæddust voru einhvers konar skræpóttir gallar í æpandi neon litum, múnderingin líktist meira íþróttatízku ársins 1983 eða eitthvað, svona Flashdance dæmi. Alveg ógurlega fyndið en ekki rétt í sögulegu samhengi.
Leikararnir tóku síðan syrpu laga sem átti að sýna tíðarandann og gerðu það ágætlega. Eina sem vantaði var eitthvað lag frá 1987. Þau sungu fullt af poppi frá 1984 sem var að mínu mati fínt ár í popptónlist, elsta lagið var frá 1979 og það yngsta sennilega frá 1986. Það var ferlega gaman að heyra þessa gömlu smelli og sjá þau stíga villtan dans í anda níunda áratugarins, meira að segja með hjálp Kringlugesta - ja, Kringlugests.
Með þessarri færslu fylgja tvær myndir, önnur úr tízkublaði og hin af venjulegu fólki árið 1987. Óneitanlega hefur nú ýmislegt breyst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Búast má við hækkunum
18.8.2007 | 12:37
Vegna veikingar krónunnar má búast við hækkunum á innfluttum vörum, jafnvel um eða strax eftir helgi.
Auðvitað, hvað annað? Það er alveg sama hve mikið krónan styrkist, virðisaukaskattur lækkar, eða heimsmarkaðsverð fer niður, sjaldan fá íslenskir neytendur að hagnast á því. Onei. En um leið og smá hiksti verður í Amríku skulum við sko borga og það með rentum!
Og hvað gera íslenskir neytendur? Jú, við nöldrum á blogginu, á kaffistofunum og kannski endrum og sinnum í búðinni en látum annars bjóða okkur þetta, þegjandi og hljóðalaust. Við förum ekki brjáluð um í stórum hópum og grýtum eggjum í Stjórnarráðið, við hættum ekki að kaupa rándýru vörurnar, við hættum ekki að keyra bílana okkar, við hættum ekki að láta bjóða okkur þetta. Við höldum bara áfram að ímynda okkur að við séum hamingjusamasta þjóð í heimi í besta landi veraldar.
Svo erum við að tala með illsku um dönsku einokunarkaupmenninna. Held ég vilji bara fá þá aftur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bubbi
18.8.2007 | 11:16
Ég er að horfa á upptöku frá tónleikum gærkveldsins.
Þar er einn flytjandi sem ber af öllum hinum sem gull af eiri. Bubbi Morthens kann að koma fólki í stuð, hann kann að koma orðum að hugsunum sínum og gefa skít í það sem gefa þarf skít í með einstaklega öflugum hætti. Hann kann líka að láta alla vera með og láta öllum líða eins og þeir séu með. Bubbi rokkar þó hann sé einn með gítarinn sinn á sviðinu, lagavalið frábært og flutningurinn í hæsta klassa. Bubbi fær 10.
Þrátt fyrir að mér hafi fundist Stuðmenn svolítið skrýtnir í svona Kraftwerk uppstillingu má alltaf hafa gaman af þeim, þrátt fyrir kvenmannsleysið. Þeir kunna alveg að skemmta fólki þó mér finnist þetta jóðl hans Egils stundum svolítið skrýtið. Er ekki alveg að ná tilganginum. Og Bjöggi - Bjöggi er auðvitað engum líkur.
Kannski maður hefði bara átt bíta odd af oflæti sínu og leyfa bankanum sem aldrei heitir það sama, að bjóða sér á völlinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Allt eftirlitið brást
18.8.2007 | 10:34
Það hlýtur að vera að allt hið gríðarlega eftirlit sem flugfarþegar um víða veröld þurfa að ganga í gegnum hafi brugðist. Annars hefðu vopnaðir flugræningjar aldrei komist um borð í farþegaflugvél. Er eitthvað verið að slaka á klónni eða er minna eftirlit á flugvöllum eftir því sem sunnar dregur í veröldinni?
Ég held það hljóti að vera hræðilegasta lífsreynsla sem hægt er að hugsa sér að sitja allt í einu uppi með snarvitlausa flugræningja um borð í flugvél.
![]() |
Flugræningjar gefast upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Enn og aftur neitakk
18.8.2007 | 09:43
![]() |
Reykjavíkurmaraþon hafið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fordómar
18.8.2007 | 08:56
Ung kona með gleraugu skrifar bakþanka Fréttablaðsins í gær. Þar er henni illt í maganum yfir fordómum manna eins og Gunnars í Krossinum gagnvart samkynhneigðum. Samt tekst henni í örstuttri grein að koma upp um að hún er ekki eins fordómalaus og hún vill vera að láta.
Í greininni segir orðrétt:"Bókstafstrúarfólk er hverfandi minnihlutahópur í íslensku samfélagi, staðalímyndir um samkynhneigða hafa sjaldnast að gera með kristna trú og fordómarnir byggjast á fáfræði og krónískum geldingarótta karlmanna á stórum jeppum." (Leturbreyting mín).
Mér er bara spurn. Er barasta í himnalagi að vera með fordóma gagnvart sumum? Allavega tekst greinarhöfundi þarna að vera með sleggjudóma um að minnsta kosti tvo hópa fólks, bókstafstrúarmenn og karlmenn, einkum þá sem eiga stóra jeppa. Og satt að segja sé ég ekki hvað geldingarótti karlmanna á stórum jeppum hefur með fordóma gagnvart samkynhneigð að gera. Um leið og sjálfskipaðir talsmenn fórdómaleysis fara að láta svona út úr sér finnst mér nú ekki mikið mark á þeim takandi. Eða kannski sýnir þetta bara hversu erfitt það er að vera algerlega laus við fordóma, sama hversu vel þenkjandi og -viljuð við erum.
Eða hvað?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)