Ægilega flott og fínt
17.8.2007 | 22:16
Og fallega gert af bönkunum að bjóða fólki svona á tónleika. En ég held að ég hefði frekar verið til í að borga 2000 eða 5000 kall inn á þetta og fá lægri vexti, lántökukostnað, fit kostnað, innheimtukostnað, þjónustugjald, umsýslugjald og hvað bankarnir kalla aðferðir sínar við að hafa af okkur fé.
Nú verða allir voða ánægðir með bankana og borga allt vesenið með bros á vör, er það ekki tilgangurinn?
![]() |
Aldrei fleiri á Laugardalsvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Rithöfundurinn
17.8.2007 | 17:37
Yrsa Sigurðardóttir var gestur í síðdegisútvarpinu í dag. Hún er að leggja síðustu hönd á þriðju bók sína um lögfræðinginn Þóru sem hefur lent í ævintýrum í bókunum Þriðja tákninu og Sér grefur gröf, sem hafa farið sem eldur í sinu um heimsbyggðina.
Við kynntumst aðeins starfi Yrsu sem eftirlitsverkræðingur við Kárahnjúkavirkjun, töluðum um bækur og aðeins um tónlist. Um hvernig það sé að vera rithöfundur og hvernig tilfinning það sé að vita að hugarfóstur manns sé að öðlast nýtt líf á hvíta tjaldinu.
Bækur Yrsu hafa komið út í 30 löndum og aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hættuleg heimilistæki
17.8.2007 | 15:30
Ég hef alltaf haft þessa tilfinningu fyrir ostaskerum, að þeir væru skaðræðistól. Það er oftast þannig að maður ætlar aldrei að komast í gegnum ostinn og svo skyndilega æðir allt af stað. Ég skil vel að puttinn á Lars hafi lent fyrir ferlíkinu.
Ég sendi honum samúðar- og batakveðjur og vona að hann hafi vit á að kaupa niðursneyddan ost í framtíðinni.
![]() |
Ostaskeri eyðilagði Íslandsför |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ósanngjarnt
17.8.2007 | 13:32
![]() |
Vill vínbúðina burt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta...
17.8.2007 | 12:19
![]() |
Áhrifamenn í S-Afríku dæmdir í skilorðsbundið fangelsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Til hamingju með afmælið - á morgun
17.8.2007 | 10:17
Reykjavík ó Reykjavík, þú yndislega borg, orti ungskáldið forðum og mærði mjög fegurð höfuðborgarinnar okkar, á sinn hátt. Hún hefur verið uppspretta rómantískra þanka skálda og rithöfunda í 221 ár. En auðvitað hefur hún líka valdið fólki hugarangri og sorg, depurð og leiða og ómældum áhyggjum alltaf virðist það þó gleymast jafnóðum.
Ég var kominn vel til vits og ára þegar Reykjavíkurborg hélt með heilmiklu pompi og prakt upp á tvöhundruð ára afmælið sitt árið 1986, sama ár og við buðum Reagan og Gorbachev til okkar að leysa heimsmálin og sama ár og við lentum í fyrsta skipti í 16. sæti í Júrovísjón.
Þennan afmælisdag skein sól í heiði og allir fóru í sitt fínasta púss úr satíni með herðapúðum og litadýrðin í miðbænum var ótrúleg. Afmælisgestum var boðið upp á lengstu tertu veraldarinnar (að sögn) enda náði hún enda á milli í Lækjargötu. Borgarbúar og nærsveitungar flykktust að til að bragða á kræsingunum. Ég man nú ekki hvort ég bragðaði á kökunni enda of upptekinn af kærustunni minni til að hugsa mikið um einhverja köku þó hún væri 200 metra löng. Kærastan var sko miklu flottari og án efa margfalt betri á bragðið.
En ég man hvað ég var stoltur af að vera reykvíkingur þennan dag, mér fannst borgin svo ótrúlega fín eitthvað...þó hún væri lágreist og lítil miðað við heimsborgir veraldarinnar. Allavega skartar engin önnur borg Tjörninni og Hallgrímskirku, Laugardalnum, Heiðmörkinni og öllum þessum stórkostlegu útivistarsvæðum allt umhverfis. Það rennur heldur ekki laxveiðiá í gegnum aðra höfuðborg, svo ég viti.
Reykjavík hefur vaxið og dafnað síðan á afmælinu góða og verður æ meiri heimsborg með hverjum deginum sem líður. Það er að sögn verið að reisa okkar eigin Manhattan og glerhýsunum fjölgar með hverjum deginum víðs vegar. Stjörnur veraldarinnar heimsækja hana iðulega og hafa jafnvel búið sér heimili í Reykjavík, það þykir varla tiltökumál að sjá Damon Albarn, Madonnu eða Quintin Tarantino á vappi á Austurvelli eða að fá Yoko Ono í heimsókn til að reisa friðarsúlu í út Viðey allt bara mjög eðlilegt. Borgin er líka orðin heimsborg að því leiti að fólkið lítur ekki allt eins út...þegar ég fór í fyrsta skipti á ævinni til London, ári eftir afmælið mikla, lá við að ég sneri mig úr hálsliðnum við að horfa á kirtlaklædda araba eða indverja með túrbana. Fólk af allskonar uppruna er bara orðið jafnmikill hluti af Reykjavíkurmenningunni og einhver sem hefur búið í Háaleitinu eða Breiðholtinu alla sína ævi. Nú, svo eru allir orðnir svo miklu ríkari, sumir reyndar ríkari en aðrir.
Það úir og grúir af matsölustöðum og veitingahúsum og maður þarf ekki til útlanda til að bragða á allskyns exótískum réttum....þeir bragðast líka miklu betur hérna heima.
Það verður rosalega gaman að sjá hvernig borgin okkar lítur út eftir önnur 20 ár. Ég vona að höfum við rænu á að gera bara ennþá betur og gera Reykjavík að enn glæsilegri og betri heimsborg sem hlúir vel að öllu sínu fólki.... Það verður spennandi að sjá!
Ó þú yndislega borg......til hamingju með afmælið!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)