Tilboð frá Iceland Express
25.10.2007 | 15:11
Nú er mikið auglýst sérfargjald með Iceland Express til útlanda í nóvember. Óneitanlega lítur þetta rosalega vel út þangað til við bætast skattar og önnur gjöld. Hver svosem þau eru. Dæmið hérna sýnir fargjald fyrir tvo til Lundúna. Ofan á þetta eiga svo eftir að bætast 1900 kr. á mann í forfallagjald ef fólk vill. Reyndar er heildarverið alls ekki hátt, reyndar mjög lágt, en það væri enn hagstæðara ef þessir dularfullu skattar og gjöld væru ekki að þvælast þarna. | ![]() | |
![]() | ||
Farmiði fyrir fullorðinn út 2 x 2.895,00 ISK | 5.790,00 ISK | |
Farmiði fyrir fullorðinn heim 2 x 3.990,00 ISK | 7.980,00 ISK | |
Skattar og aðrar greiðslur | 19.180,00 ISK | |
![]() | ||
![]() | 32.950,00 ISK | |
![]() |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)