Færsluflokkur: Ferðalög
Tilhlökkunarefni
21.2.2008 | 11:41
Það verður gaman að geta flogið til annarar hvorrar borgarinnar og skotist til hinnar á tveimur og hálfri klukkustund... hlakka til!
Háhraðalest frá Madríd til Barcelona | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hvernig er með birgðir??
20.2.2008 | 12:31
Yfirleitt hefur reyndin verið sú að þegar olía lækkar á mörkuðum eru allt í einu til svo ógurlega miklar birgðir eldsneytis í landinu að ekkert svigrúm er til lækkana. Nú hækkar eldsneyti á mörkuðum og íslensku olíufélögin dansa með, á hverjum degi í takt við hækkunina. Eru þá engar birgðir í landinu og nýjar sendingar að koma á hverjum degi, eða eru olíufélögin að borga af síðustu sendingum á hverjum degi á nývirði hvers dags? Ég bara spyr, því ég get engan veginn skilið þessar endalausu hækkanir hérna heima.
Og hvenær ætlar ríkisstjórnin að lækka álögur sínar á þessa nauðsynlegu dropa? Eða er kominn tími til að við tökum höndum saman og hættum að nota ökutækin okkar? Mér var að detta eitt í hug sem gæti reyndar valdið þeim sem það framkvæma ákveðnum vandræðum og útgjöldum. Það væri að keyra þangað til bíllinn verður eldsneytislaus og skilja hann bara eftir þar sem hann stendur. Þetta gæti hundvirkað ef nógu margir þora að taka þátt í þessu. En eins og ég sagði - þá getur þetta kostað vesen.
En kannski viljum við bara vera laus við vesen og láta allt yfir okkur ganga...
Bensínverð aldrei verið jafnhátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 17:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Beltin geta bjargað
19.2.2008 | 12:52
Ég hef ekki haft mikla lyst á að blogga um umferðina, en stundum brestur mann þolinmæðina. Það sem hér um ræðir er hræðilegt slys sem við öll ættum að láta kenna okkur ákveðna lexíu.
Þannig var að bíl var ekið á miklum hraða á hús við Vesturgötu á Akranesi rétt fyrir klukkan þrjú í gær. Tveir ungir menn, á átjánda aldursári voru í bílnum. Þeir voru báðir fluttir á sjúkrahúsið á Akranesi en að sögn lögreglu voru þeir báðir meðvitundarlausir þegar að var komið og meiðsl þeirra talin alvarleg.
Annar mannanna var fluttur til Reykjavíkur og liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landsspítala háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Hinn var fluttur á sjúkrahús á Akranes, er með meðvitund og líðan hans er ágæt eftir atvikum. Í Skessuhorni kemur fram að bílnum hafi verið ekið á miklum hraða upp Vesturgötu en þar hafi ökumaður misst stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún hafnaði á húsvegg. Höggið var svo þungt að hluti veggjar og gluggi á jarðhæð hússins þeyttust inn. Enginn var í þessum hluta hússins þegar ákeyrslan var, en þar er svefnherbergi. Bíllinn er gjörónýtur. Vitni sem Skessuhorn ræddi við og statt var í nærliggjandi götu sagði að höggið hafi verið svo mikið að hann hélt að sprenging hafi orðið í húsinu.
Samkvæmt því sem sagt var í fréttum Bylgjunnar í morgun voru ungu mennirnir ekki í öryggisbeltum. Á mynd af bílnum sem fylgdi fréttinni víða sést greinilega að loftpúðar sprungu út, sem þýðir að hefðu piltarnir verið í öryggisbeltum hefðu þeir ekki slasast eins alvarlega og raun ber vitni. Loftpúðarnir einir og sér bjarga engu, þeir eru hugsaðir til að vinna með öryggisbeltum bifreiða til þess að minnka líkamstjón.
Ungu fólki nú, eins og oft áður virðist finnast það töff að vera ekki í öryggisbeltum. Nú er lag að reyna að koma því inn að það sé töff að nota þau! Allavega miklu meira töff en að vera örkumla eða andaður!
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nöldur
14.2.2008 | 08:31
ÓK ÚT í ELLIÐAÁ
Ungur ökumaður á leið austur Bústaðaveg í Reykjavík ók fólksbíl þvert yfir Reykjanesbrautina, ók út af veginum og fór beint af augum niður í Elliðarárdalinn og endaði bílferðin ofan í Elliðaá.
Auðvitað er hræðilegt að úti í umferðinni sé fólk sem er svo ölvað að það sér ekki mun á vegi og á. En það er líka pínu hræðilegt að á ritstjórn Morgunblaðsins skuli starfa fólk sem heldur að Elliðaár heiti Elliðaá.
Smá nöldur.
Ók út í Elliðaá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 08:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)