Færsluflokkur: Ferðalög
Útrás ríkisstjórnarinnar
13.4.2008 | 20:12
Þessi útþrá á sér fleiri birtingarmyndir og spyr ekki um stétt og stöðu. Í liðinni viku var helmingur ríkisstjórnarinnar fjarri Íslandsströndum, funduð þið mun?
Forsætisráðherra Geir H. Haarde var í Svíþjóð í síðustu viku og fyrr í dag var hann staddur í Boston. Þaðan hélt hann til Nýfundnalands. Að öllum líkindum er hann væntanlegur til Íslands á miðvikudaginn.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er stödd í Washington þar sem hún átti meðal annars fund með Conduleezzu Rice. Í dag sat hún fund Alþjóðabankans um loftlagsmál.
Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, hélt eins og kunnugt er í opinbera heimsókn til Kína í gær. Hann ætlar meðal annars að heimsækja ráðherra iðnaðar- og viðskiptamála auk aðstoðarráðherra utanríkismála. Hann hyggst líka heimsækja íslensk fyrirtæki í landinu. Hann hefur einnig sagst ætla að mótmæla ástandinu í Tíbet.
Össur Skarphéðinsson kom heim í gær úr vikuferð sinni við að kynna sér orkumál í Eþíópíu, Jemen og Djíbútí.
Samgönguráðherra Kristján Möller fór í opinbera heimsókn til Brussel í dag þar sem hann ræðir við framkvæmdastjóra samöngu-, fjarskipta- og byggðamála.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er í Þýskalandi í einkaerindum.
Mér skilst að restin sé önnum kafin við að pakka.
Auðurinn kemur að utan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 20:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bruðlið
10.4.2008 | 09:01
- og seini fattarinn í mér
Það er auðvitað ekki í tízku að tala um fréttir gærdagsins en mér er pínulítið ofboðið. Kannski degi of seint en ég læt mig bara hafa það.
Í gær var tilkynnt hver kostnaðurinn við einkaþotu þotuliðsins Ibbu og Geira hefði verið. Upphæðin er fjórarkommatværmilljónir íslenskra króna. Við eina ferð til Rúmeníu fyrir tvo ráðherra og átta manna fylgdarlið. Nú spyr ég bara, hvaða helvítis bruðl er þetta með peningana mína? Til hvers þurftu 10 manns að fara til Búkarest? Og hvernig dettur fólki í hug að það sé ásættanlegt að nokkura daga ferð geti kostað 420 þúsund á mann? Svo leyfir forsætisráðuneytið sér að stæra sig af því að hafa sparað fimm vinnudaga metna á 200 þúsund kall og dagpeninga upp á 100 þúsund og fær út að kostnaðaraukinn við að nota einkaþotu í stað áætlunarflugs hafi aðeins verið 200 þúsund krónur. Crap!
Ég mótmæli allur!
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 09:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ekki virðist vera gaman að vera Brezka flugfélagið
9.4.2008 | 11:42
Týndu farangri manns sem lést | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Pirr yfir heiðursmannasamkomulagi
2.4.2008 | 19:29
Forsætisráðuneytið ætlar ekki að gefa upp kostnað vegna leigu á einkaþotu undir Geir H. Haarde, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og fylgdarlið þeirra til Búkarest. Þetta staðfesti Bolli Þór Bollason ráðuneytisstjóri í dag.
Kann þetta fólk ekkert annað en eyða peningunum okkar? Mér skilst að nú sé svo komið að það sé of mikil tímasóun fyrir þau að bíða á flugvöllum þannig að einkaþota á leigu leysti það vandamálið.
Það mun víst vera heiðursmannasamkomulag sem veldur því að ekki má upplýsa þjóðina um hvað er verið að eyða peningunum okkar í. Að sögn á þessi gjörningur ekki að hafa kostað meira en almennt farþegaflug en einhverjir hafa reiknað út að kostnaðurinn hafi verið 6 milljónum króna hærri.
Ég fyrir mitt leyti gæti gert margt gott fyrir sex milljónir króna, og efast ekki um að flestir séu sammála mér um það! En það er víst betra að nota féð til að koma ráðherrum milli staða. Enda kannski eins gott að hafa þá nógu langt í burtu. Er Björn Bjarnason annars kominn frá Chile, og til hvers í ósköpunum fór hann þangað, hvað kostaði ferðin? Og þarf hann nokkuð að koma til baka?
Pirr.is
Evrópu ekki skipt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Búkarest...
2.4.2008 | 11:41
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sálin hans Jóns míns
21.3.2008 | 20:16
Einu sinni bjuggu saman karl og kerling; var karlinn heldur ódæll og illa þokkaður og þar að auki latur og ónýtur á heimili sínu; líkaði kerlingu hans það mjög illa, og ámælti hún honum oftlega og kvað hann eigi duga til annars en sóa því út, er hún drægi að, því sjálf var hún síúðrandi og hafði alla króka í frammi til þess að afla þess, er þurfti, og kunni jafnan að koma ár sinni fyrir borð við hvern, sem um var að eiga. En þótt þeim kæmi eigi vel saman í sumu, unni þó kerling karli sínum mikið og lét hann ekkert skorta. Fór nú svo fram lengi.En eitt sinn tók karl sótt og var þungt haldinn. Kerling vakti yfir honum; og er draga tók af karli, kemur henni til hugar, að eigi muni hann svo vel búinn undir dauða sinn, að eigi sé vafamál, hvort hann nái inngöngu í himnaríki. Hún hugsar því með sér, að það sé ráðlegast hún reyni sjálf að koma sál bónda síns á framfæri. Hún tók þá skjóðu og hélt henni fyrir vitin á karli, og er hann gefur upp öndina, fer hún í skjóðuna, en kerling bindur þegar fyrir. Síðan fer hún til himna og hefur skjóðuna í svuntu sinni, kemur að hliðum himnaríkis og drepur á dyr. Þá kom Sankti Pétur út og spyr, hvað erindi hennar sé. "Sælir nú," segir kerling, "ég kom hingað með sálina hans Jóns míns; þér hafið líklega heyrt hans getið, ætla ég nú að biðja yður að koma honum hérna inn." "Jájá," segir Pétur; "en því er verr, að það get ég ekki; reyndar hef ég heyrt getið um hann Jón þinn, en aldrei að góðu." Þá mælti kerling: "Það hélt ég ekki, Sankti Pétur, að þú værir svona harðbrjóstaður, og búinn ertu nú að gleyma, hvernig fór fyrir þér forðum, þegar þú afneitaðir meistara þínum." Pétur fór við það inn og læsti; en kerling stóð stynjandi úti fyrir.
En er lítil stund er liðin, drepur hún aftur á dyrnar, og þá kemur Sankti Páll út. Hún heilsar honum og spyr hann að heiti; en hann segir til sín. Hún biður hann þá fyrir sálina hans Jóns síns; en hann kvaðst eigi vilja vita af henni að segja og kvað Jón hennar engrar náðar verðan. Þá reiddist kerling og mælti: "Þér má það, Páll; ég vænti þú hafir verið verðari fyrir náðina, þegar þú forðum varst að ofsækja guð og góða menn. Ég held það sé best, að ég hætti að biðja þig." Páll læsir nú sem skjótast.
En er kerling ber í þriðja sinn að dyrum, kemur María mey út. "Sælar verið þér, heillin góð," segir kerling, "ég vona þér lofið honum Jóni mínum inn, þótt hann Pétur og hann Páll vilji eigi lofa það." "Því er miður, góðin mín," segir María, "ég þori það ekki, af því hann var þvílíkt ótæti, hann Jón þinn." "Og ég skal ekki lá þér það," segir kerling, "ég hélt samt þú vissir það, að aðrir gæti verið breyskir, eins og þú; eða manstu það nú ekki, að þú áttir eitt barnið og gast ekki feðrað það?" María vildi ekki heyra meira, heldur læsti sem skjótast.
Í fjórða sinn knýr kerling á dyrnar. Þá kom út Kristur sjálfur og spyr, hvað hún sé að fara. Hún mælti þá auðmjúk: "Ég ætlaði að biðja þig, lausnari minn góður, að lofa vesalings sálinni þeirri arna inn fyrir dyrnar." Kristur svaraði: "Það er hann Jón, - nei, kona; hann trúði ekki á mig." Í sama bili er hann að láta hurðina aftur, en kerla var þá eigi sein á sér, heldur snaraði hún skjóðunni með sálinni í inn hjá honum, svo hún fauk langt inn í himnaríkishöll, en hurðin skall í lás. Létti þá steini af hjarta kerlingar, er Jón var eigi að síður kominn í himnaríki, og fór hún við það glöð heim aftur, og kunnum vér eigi meira frá henni að segja né heldur, hvernig sál Jóns reiddi af eftir það.
En við vitum allt um það:
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvernig þú getur hæglega komið þér í klandur í Afghanistan
7.3.2008 | 14:49
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
BMW
6.3.2008 | 17:37
Eina ferðina enn. Annað hvort er svona erfitt að aka þessarri bíltegund, eða að fréttariturum mbl.is finnst það sérstök tíðindi ef ökumenn BMW lenda í óhöppum.
Veit það ekki.
Bíll í Reykjavíkurtjörn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Eins gott
5.3.2008 | 11:11
Vél Iceland Express snúið við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10
27.2.2008 | 14:02
Til að fara um svona svöl gatnamót þarftu að eiga svalan bíl. Hér er listi sem ég fann einhvers staðar yfir 10 svölustu bíla sögunnar:
10. Jaguar E
9. Aston Martin DB5
8. Lancia Stratos
7. Mercedes-Benz 300SL Gullwing
6. Duesenberg J/SJ/SSJ
5. Citroen DS
4. Jaguar XK120
3. Shelby Cobra
2. Porsche 911
1. 1963-1967 Chevrolet Corvette Sting Ray
Svo er bara að velja sér einn svalan.
Vilja umferðarmengunina í göng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)