Færsluflokkur: Lífstíll

Rosalega er gott...

..að vera flottur eins og ég er.

Myglusveppurinn

Þau tíðindi hafa verið að berast að nokkur hús á háskólasvæðinu á Keflavíkurflugvelli séu haldin myglusveppi. Íbúar kvarta undan því að börn séu oft veik og rekja það til þessa sveppagróðurs. 

Í Rödd Alþýðunnar fyrir viku heyrðum við í henni Bylgju Hafþórsdóttur sem sagði sögu sína af vágestinum sem eyddi húsinu hennar, myglusveppinum. Hún var ótrúlega æðrulaus þrátt fyrir að enginn virtist geta eða vilja hlaupa undir bagga, hvort sem um var að ræða tryggingafélag þeirra, viðlagasjóð, bjargráðasjóð, fyrri eigandi. Allstaðar hafa mætt þeim lokaðar dyr. Nú er komið að okkur, íslendingar hafa hlaupið undir bagga með fólki sem hefur misst allt sitt áður, og því miður er það þannig, eins og hún Sylgja Dögg frá Hús og heilsu sagði, þetta getur gerst hvar sem er. Myglusveppurinn laumast inn til okkar án þess að við verðum vör við það meira að segja, unir sér best í raka og er ekki svo auðveldur viðureignar þegar hann hefur skotið rótum.

Ég birti hér aftur reikningsnúmerið vegna söfnunarinnar fyrir Bylgju og fjölskyldu:

Reikningsnúmer 1102-15-9217, kt. 241064-5149.


Áhugi og skilningur er ekki nóg

feiturDr. Tinna L. Ásgeirsdóttir, umsjónarmaður MS-náms í heilsuhagfræði við HÍ, segir stjórnvöld hér hafa sýnt greininni áhuga og skilning. Ég sé Geir Hilmar og Guðlaug Þór fyrir mér, lesandi greinina augljóslega af miklum áhuga meðan Tinna situr fyrir framan þá með hattinn sinn milli handanna, milli vonar og ótta um viðbrögðin. Þegar þeir kumpánar líta svo upp frá lestrinum brosa þeir sínu blíðasta til hennar og segjast nú alveg skilja það sem þarna stendur. Sem er auðvitað gleðiefni fyrir Tinnu og alla aðra sem láta þessi mál sig varða.

En það er ekki nóg að hafa áhuga og skilning. Það þarf líka að gera eitthvað. Það er ekkert endilega eingöngu á ábyrgð stjórnvalda, en það skín þó í gegn að ein mikilvæg ástæða þess að við erum að fitna er tímaleysi og hátt verð á hollum og góðum mat. Það er ekkert samasem merki milli mikillar vinnu og lífsgæða, en lífsgæði verða m.a. til þegar við getum notið þess að lifa lífinu án þess að eiga á hættu að vera búin að vinna eða éta okkur til óbóta fyrir fimmtugt. Þar kemur að ábyrgð stjórnvölda, þau hafa mikil áhrif á afkomu okkar með sköttum, beinum og óbeinum. Með skynsamlegri útfærslu þeirra væri hægt að auka innkomu okkar á skikkanlegum vinnutíma og jafnframt að lækka verðið á hollustunni. Það er líka stjórnvalda að ákveða hvernig tekið er á sjúkdómum, verðum við öll sjúkdómavædd meira og minna og öryrkt ofan í kaupið, eða geta stjórnvöld hjálpað þeim sem þannig verður ástatt fyrir af völdum óholls lífstíls, til góðrar heilsu á ný? Það er til lengri tíma þjóðhagslega hagkvæmara hefði ég haldið.

En... hvað sem því líður byrjar þetta flestallt í kollinum á okkur sjálfum. Við þurfum að ákveða að borða hollari mat og jafnvel minna af honum, við þurfum að ákveða að hreyfa okkur, við verðum að ákveða að sleppa nartinu, gosinu og allri óhollustunni sem er smám saman að breyta okkur í vörubíla með fætur.

Það heyrist oft sem ástæða fyrir hreyfingarleysi að það sé of dýrt að fara í líkamsrækt, en það eru til ódýrari leiðir og jafnvel bara hollari en dýru líkamsræktarstöðvarnar. Það kostar nefnilega nákvæmlega ekkert að fara í hörkugöngutúr í 30-40 mínútur á dag, sem er mun hollara en að hamast í svitafýlustokknum líkamsræktarsal. Það kostar ekkert að leggjast á stofugólfið og gera nokkrar magaæfingar og armlyftur. Það kostar lítið að kaupa sér sippuband og fara út og sippa, eða nota bara nefnt stofugólf. Svo kostar tiltölulega lítið að fara í sund. Auðvitað eru einhverjir sem eru orðnir það illa haldnir af offitu að þeir þurfa utanaðkomandi aðstoð og þá væri  ástæða til að fólk í þeirri stöðu fengi fjárhagsaðstoð við að kljúfa kostnaðinn við að koma sér í gott form, það er nauðsynlegt því fólki og þjóðfélaginu öllu. Svo má auðvitað benda á það að sum ef ekki öll stéttarfélög styrkja sitt fólk sem vill notfæra sér líkamsræktarstöðvarnar.  Þannig að leiðirnar eru margar og lausnirnar oft styttra undan en maður hyggur. Þetta er allt spurning um að breyta um lífstíl og það er erfiðast.

Ég er að spá í að byrja núna!


mbl.is Offitufaraldur á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn enn töffarinn fallinn

lydiaogcharltonJohn Charles Carter sem síðar tók sér nafnið Charlton Heston fæddist 4.október 1924. Hann hafði mikinn áhuga leiklist frá unga aldri og setti á fót, ásamt eiginkonu sinni, Lydiu, nokkurs konar einkarekið leiklistarhús í bænum Asheville í Norður Karólínu.

Fyrsta kvikmyndahlutverkið var í myndinni Dark City frá 1950 og eftir það varð ekki aftur snúið. Hann lék í mörgum af mestu stórmyndum þess tíma þar á meðal Ben Húr og Boðorðunum 10 þar sem hann lék sjálfan Móse. Síðar lék Charlton Heston í frægum kvikmyndum eins og Apaplánetunni, Soylent Green og stórslysamyndinni Earthquake frá 1974. Kvikmyndahlutverkin minnkuðu upp úr miðjum áttunda áratugnum, sennilega að eigin ósk leikarans sem lagði æ ríkari áherslu á hugðarefni sín í pólítík.

Hann var stuðningsmaður Johns F. Kennedy í kosningabaráttu hans árið 1960 og hafði stutt Adlai Stevenson fjórum árum áður.  

Hann barðist hart fyrir mannréttindum, jafnrétti og bræðralagi, hann var mjög á móti McCarthy nefndinni á sínum tíma, barðist fyrir réttindum blökkumanna, barðist gegn Víetnam stríðinu, hann var mikill andstæðingur fóstureyðinga en varð þó illu heilli mest áberandi sem formaður NRA, National Rifle Assocation sem leggur áherslu á rétt manna til vopnaeignar og -burðar. Þó var hann aðeins í forsvari þar í fimm ár af þeim 83 sem hann lifði. Hann sagði eitt sinn á fundi samtakanna að ef andstæðingar byssueignar vildu taka af honum byssuna yrðu þeir að losa hana úr köldum, dauðum krumlum sínum. En reyndar var hann mjög áberandi og umdeildur talsmaður NRA, og hafði um árabil áður en hann varð formaður stutt byssueign með kjafti og klóm.

Charlton Heston hafði gerst æ íhaldssamari með aldrinum og snerist á sveif með Rebúblikönum og frá Demókrataflokknum í kringum 1980.

Það eru um það bil 10 ár frá því að heilsu Hestons fór að hraka, hann greindist með krabbamein árið 1998 og fjórum árum síðar tilkynnti hann að hann væri farinn að sýna merki Alzheimer sjúkdómsins. Heilsu Charltons Hestons hrakaði mjög síðastliðin tvö ár og hann lést í gær á heimili sínu með Lydiu eiginkonu sína til 64 ára sér við hlið.


mbl.is Charlton Heston látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rosalega er gott...

..að vera að fara í fermingarveizlu í dag.

Rosalega er gott...

...að vera ekki krókódíll.

Smá klúður..

...nú er enginn japani elstur.
mbl.is Elsti Japaninn látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rosalega er gott...

...veður í Reykjavík í dag.

Ástæða heimkomu dómsmálaráðherra

AchmedFyrir skömmu velti ég fyrir mér hvers vegna í ósköpunum Björn Bjarnason væri yfirhöfuð að koma heim frá Chile. Nú veit ég ástæðuna.

Dómsmálaráðherra hefur nefnilega lagt fram frumvarp um að trúfélögum verði veitt heimild til þess að staðfesta samvist samkynhneigðra. Í athugasemdum þess segir að þetta sé í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.

Á kirkjuþingi 2007 var samþykkt ályktun þess efnis að yrði lögum um staðfesta samvist breytt þannig að trúfélög fengju heimild til að staðfesta samvist þá styddi kirkjuþing það að prestum þjóðkirkjunnar, sem eru vígslumenn að lögum, yrði það heimilt.

Samkvæmt frumvarpinu er vígslumönnum sem hafa heimild til hjónavígslu fengin heimild til að staðfesta samvist tveggja einstaklinga af sama kyni. Þarna er einkum um að ræða presta þjóðkirkjunnar og presta og forstöðumenn skráðra trúfélaga. Ekki sé hins vegar verið að skylda menn til athafnanna heldur verði að virða frelsi presta og forstöðumanna skráðra trúfélaga til að ákveða hvort þeir staðfesti samvist samkynhneigðra

Lagt er til að lögin taki gildi 27. júní. Sá dagur er alþjóðlegur mannréttindabaráttudagur samkynhneigðra.

Og hana nú.


3. apríl 2008 - svona á ég að haga mér í dag

Gott að vita það  

Sporðdreki: Það er ekki þitt verk að laga alla nema sjálfan þig - og hvað þá ef þú ert ekki í skapi til þess. Slepptu fólkinu og láttu reyna á hvað gerist.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband