Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

28. júlí 1662 - O tempora! o mores!

lagastadur.jpgÍ tilefni dagsins datt mér í hug að rifja upp atburði þá er urðu 28.júlí árið 1662. Hinn svokallaði Kópavogsfundur var þann dag á Kópavogsþingi og var tilgangur hans að fá Íslendinga til að samþykkja erfðaeinveld Danakonungs. Henrik Bjelke, aðmíráll, fulltrúi konungs, kom til Íslands á fund í Kópavogi til þess að fá íslenska höfðingja til að undirrita Erfðahyllinguna. Samningurinn var síðan kallaður Kópavogssamningurinn.

Friðrik III varð því fyrsti einvaldur Danmerkur og nýlenda hennar, en einveldið stóð yfir langt fram á 19.öld.  Forsaga málsins er sú að árið 1661 hafði Danakonungur ákveðið að svipta aðalinn öllum völdum og stofna konungseinveldi í ríki sínu í samstarfi við borgara Kaupmannahafnar.

Árni Oddson hét lögmaðurinn sem skrifaði undir samninginn. Segir þjóðsagan að hann hafi streist á móti í einn dag eða svo en hafði þar á eftir látið undan óskum konungsins og skrifað undir eiðinn með tárin í augunum, umkringdur fjölda hermanna með byssur. Þegar Brynjólfur Sveinson biskup náði tali af Henrik Bjelke og sagði að Íslendingum væri ekki geðfellt að sleppa þjóðarréttindum sínum í hendur annarra, þá hafi hirðstjórinn bent á hermennina og spurt hvort Brynjólfur sæi þá. Jón Sigurðsson hafði dregið fram í dagsljósið tvo bréfmiða sem Árni Magnússon handritasafnari hafði skrifað nokkrum áratugum eftir fundinn, þar sem þessi saga er sögð.

Í raun var konungur farinn að ráða því sem hann kærði sig um á Íslandi löngu fyrr en þetta var og viðurkenning einveldisins var fremur formsatriði en breyting.


mbl.is Bagalegt ef fyrirtaka AGS tefst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin ástæða til breytinga

það var tækifæri en... sumt fólk lærir aldrei. Reyndar er ekki öll nótt úti enn, en ég er ekki vonglaður á að niðurstaðan breytist mikið úr þessu.

 

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Bjarni leiðir enn
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Ekki rétt að tala um kreppu

Þessi frétt birtist á mbl.is 13. september 2008 

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði á opnum fundi í Valhöll í dag, að stærsta verkefnið um þessar mundir sé að ná verðbólgunni niður, hún væri óvinur heimilanna númer eitt og gerði fyrirtækjunum erfitt fyrir.

Geir sagði, að nýjar tölur frá Hagstofunni um hagvöxt sýndu, að Íslendingar væru  ekki að upplifa þann samdrátt í efnahagskerfinu, sem menn spáðu. Samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum væri það kreppa þegar hagvöxtur væri neikvæður í tvo ársfjórðunga.  „Samkvæmt þessu er ekki rétt að
tala um kreppu hér á landi," sagði Geir. 

Hann sagði, að upplifun almennings byggðist þó ekki á alþjóðlegum hagfræðiskilgreiningum heldur því hvernig verðlag og verðbólga hafi þróast. Geir sagði, að r íkisstjórnin hefði lagt mikla áherslu á að ná niður verðbólgunni og flestum bæri saman um að hún muni lækka hratt með haustinu. Hins vegar yrði mótvindur áfram.

Geir sagði, að Íslendingar hefðu á undanförnum árum fjárfest í þekkingu og breyttri þjóðfélagsskipun og það væri besta fjárfesting sem völ sé á. Þá hefði verðmætasköpun í íslensku samfélagi aldrei verið meiri en nú um stundir. 


Svona lýsir Stephen Colbert ástandinu á Íslandi

Iceland is a frigid rock in the middle of nowhere that has gone bankrupt and gone gay.

Jeremías. Ég get ekki borið ábyrgð á þessu en geri það víst samt miðað við skilmála bloggsins.


Um sannleiksást

hormaðurDag einn, þegar saumakonan sat og vann á árbakkanum, þá missti hún fingurbjörgina sína útí ána. Hún hrópaði upp yfir sig í örvæntingu og henni til mikillar undrunar birtist Drottinn sjálfur og spurði: Hvers vegna grætur þú ? Saumkonan svaraði að fingurbjörgin hennar hefði fallið í vatnið og hún þyrfti á fingurbjörginni að halda svo hún gæti aðstoða bónda sinn við að afla tekna til heimilisins.

Drottinn hvarf ofan í vatnið og kom til baka með gullfingurbjörg. "Er þetta fingurbjörgin þín?" spurði Drottinn. Saumakonan svaraði neitandi og þá hvarf Drottinn aftur í vatnið og kom upp með demantsfingurbjörg. "Er þetta fingurbjörgin þín?" spurði Drottinn en saumkonan neitaði því. Enn hvarf drottinn ofan í vatnið og kom nú upp með silfurfingurbjörg og spurði hvort þetta væri sú rétta og saumakonan jánkaði því. Drottinn var mjög ánægður með sannsögli konunnar og færði henni allar fingurbjargirnar þrjár til eignar að launum, og saumkonan hélt glöð heim á leið.

Nokkru síðar þegar saumakonan var á göngu eftir árbakkanum með eiginmanni sínum, datt hann í ána. Þegar hún hrópaði upp yfir sig í örvæntingu, birtist Drottinn enn á ný og spurði hvers vegna hún gréti? "Æi guð, maðurinn minn datt í ána". Guð stakk sér í ána og kom til baka með Mel Gibson. "Er þetta eiginmaður þinn?" spurði hann. "Já" hrópaði saumakonan.

Drottinn reiddist. "Þú lýgur" sagði hann. "Æ, fyrirgefðu Drottinn, þetta á sér sínar skýringar. Sjáðu til, ef ég hefði sagt nei við Mel Gibsons, hefðir þú næst komið með Tom Cruise og ef ég hefði sagt nei við honum, þá hefir þú komið með eiginmann minn. Ef ég hefði sagt já við honum þá hefðir þú gefið mér þá alla þrjá og þar sem ég er ekki lengur eins hress og ég var þegar ég var yngri hefði ég aldrei getað sinnt þeim öllum þremur. Þess vegna sagði ég já við Mel Gibson.

Mórall sögunnar: Þegar konur ljúga, er það af heiðvirðum ástæðum og öðrum til heilla.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Ný ríkisstjórn eftir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er kannski bara eitt sem við þurfum að muna..

...í þessum darraðadansi öllum. Að vera góð við hvert annað.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is „Samfylkingin bugaðist"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og...

...himininn er blár...

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Skapa þarf samfélagslegan frið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af litlum neista

...verður oft mikið bál.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Margt getur farið úrskeiðis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann er nánast eltur um allt af ólmum aðdáendum

obamamccain

 

Eins og sjá má ...

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins


mbl.is Obama aldrei vinsælli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðmundur verður gestur minn

harmonikkuleikari_2006-11-30_21-53-35Guðmundur Steingrímsson verður gestur minn í morgunútvarpinu á Útvarpi Sögu í fyrramálið milli kl. 8 og 9.

Ég ætla að reyna að komast að því hvort hann gangi með forsætisráðherra í maganum og hvernig honum lítist á lífvænleika núverandi ríkisstjórnar. Það verður líka að ræða efnahagsmálin, ástandið á Gaza svæðinu og hvernig honum líst á hið nýhafna ár.

Margt fleira ber ábyggilega á góma, enda Guðmundur með eindæmum skemmtilegur maður.  

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifara en endurspeglar ekki á neinn hátt afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.  


mbl.is Guðmundur í Framsóknarflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband